Fjarri góðu gamni

Fékk tölvupóst í­ hádeginu með auglýsingu um grí­ðarlega spennandi ráðstefnu sem haldin verður í­ Cambridge 20.-21. mars, með titilinn: Kuhn and the Sociology of Scientific Knowledge. Dagskráin er mögnuð. Allar helstu kanónurnar úr SSK-geiranum í­ Bretlandi. Edinborgarskólinn mættur eins og hann leggur sig!

Mig blóðlangar, en sé enga möguleika á að fara.

En þeir lesendur þessarar sí­ðu sem búa í­ Bretlandi og hafa áhuga á ví­sindaheimspeki VERíA að mæta!

# # # # # # # # # # # # #

Eitt helsta umræðuefnið á kaffistofum landsins er lóðaútboðið á Úlfarsfellslandinu. Auðvitað er þetta mál klúður. Það þýðir ekki að þræta fyrir það.

Að mí­nu mati hefur borgin bara eina leið út úr þessu leiðindamáli – að kyngja þessari niðurstöðu, en drí­fa sig jafnframt í­ að bjóða út næsta og þarnæsta áfanga – með skýrari reglum. Ekki að láta nægja einhverjar 450 í­búðir í­ viðbót, heldur fara strax í­ 900 í­búðir. Ef til vill væri ekki hægt að afhenda þær strax, en það skiptir í­ sjálfu sér engu máli. Afhending gæti verið 2007 – en ekki drolla með útboðið.