Séra Sibbi
Frétti það í sunnudagsboltanum á áðan að gamla sessunautið úr MR, Sigfús Kristjánsson, sé að verða prestur. Raunar bara 50% fyrst í stað, en prestur þó. Þessu fagna allir góðir menn. Nú þarf bara Aðalsteinn bekkjarbóðir að fá úthlutað brauði og þá verður gamla fornmáladeildin komin með tvo hempuklædda – séra Sibba og séra Adda pu…
* * *
Blogg mitt um Leviathan and the Air-Pump varð til þess að ég byrjaði að lesa þá góðu bók á nýjan leik. Hún er jafnvel töffaralegri en mig minnti. T.d. vangavelturnar um það í fyrsta kafla hvers vegna strútar teljist vera fuglar. – Getur einhver svarað þerri spurningu á gáfulegri hátt en með: „af því að þeir eru það“?
Bókin er eftir Steven Shapin og Simon Schaffer. Shapin er megatöffari. Þegar ég var í Edinborg dauðlangaði mig að taka lest suður til Manchester til að mæta á tveggja tíma fyrirlestur hjá honum, bara vegna þess hvað titillinn var flottur: „Everything you wanted to know about Thomas Kuhn, but were afraid to ask!“ – Þar færði hann rök fyrir að Structure of Scientific Revolutions, líklega eitt áhrifamesta heimspekirit seinni tíma, sé í raun fyrst og fremst kaldastríðsafurð sem ætlað sé að vinna gegn lýðræði og grasrótarstarfi í vísindum. – Um margt hæpin fullyrðing, en mjög djörf!
Einu sinni gaf Shapin út bók um vísindabyltinguna í Bretlandi. Hún hófst á töffaralegustu upphafsorðum nokkurs fræðirits sem ég hef blaðað í:
There was no such thing as the Scientific Revolution and this is the book about it.
Er hægt að vera svalari?