Uppljóstrunin

Á Mogganum í­ dag flettir Jón M. ívarsson ofan af labbakútunum í­ Ungmennafélagi Akureyrar sem fagna 100 ára afmæli. Maður hafði svo sem oft heyrt talað um að Akureyrarfélagið væri það elsta á landinu, þannig að fregnirnar af stórafmælinu komu ekki á óvart.

 Á grein Jóns kemur hins vegar fram að félagið hafi dáið drottni sí­num um miðja sí­ðustu öld og ekki verið starfrækt í­ nærri 50 ár, uns félag með sama nafni var stofnað 1988.

Að fagna aldarafmæli félags sem lá í­ dvala í­ hálfa öld er bara skúnkalegt. Jón er hetja dagsins.