Tinni

Fór í­ kvöld í­ bað eins og fí­nn maður, eftir að konurnar á heimilinu voru gengnar til náða. Kvenpersónurnar eru reyndar með flesta móti núna, því­ auk Steinunnar og Ólí­nu er öðlingurinn Bryndí­s gestur á Mánagötunni, en hún er milli í­búða.

Þetta var heitt bað. Mjög heitt. Og til að fullkomna nautnina greip ég með mér einn bjór (Egils Premium, sem er langbesti í­slenski bjórinn og í­ talsverðu uppáhaldi hjá mér nú um stundir) og teiknimyndasögu.

Teiknimyndasagan sem varð fyrir valinu var Tinni og Pikkarónarnir, sí­ðasta bókin í­ Tinna-serí­unni. (Sem minnir mig á að einhver góður maður ætti að gefa út fyrstu Tinna-bókina, Tinni í­ Sovétrí­kjunum á Íslensku.) Almennt séð hefur bókin um Pikkarónana ekki fengið góð eftirmæli og verður seint talin í­ hópi bestu Tinna-bókanna. Mér finnst hún þó alls ekki alslæm. Af þessu tilefni ætla ég að efna til skoðanakönnunar meðal lesenda þess bloggs, hverja þeir telji verstu Tinna-bókina. Leynivopnið fær mitt atkvæði – (kvikmyndabókin telst ekki með).

Að sjálfsögðu tekur sig ekki að spyrja um bestu Tinna-bókina. Allir vita að það eru Vindlar Faraós.

# # # # # # # # # # # # #

Staðið verður fyrir stjörnuskoðun á Minjasafninu annað kvöld. Það þýðir að ég mun væntanlega missa af GB-keppni MR og MA. Ég hef áður spáð því­ að MR muni vinna vandræðalí­tið. Engu að sí­ður finnst mér það synd að þessi sterku lið mætist svona snemma, enda bæði í­ hópi fjögurra sterkustu liðanna.

Eina ferðina enn er Sjónvarpið að klúðra því­ að gera nægilega mikið úr þessu vinsæla efni sí­nu. Stöð 2 býður upp á Meistarann á fimmtudagskvöldum. Þar er haldið úti sérstakri vefí­ðu með bloggfærslum Loga Bergmanns og fyrir hvern þátt eru gerðar auglýsingar sem miða að því­ að auka spennuna fyrir viðkomandi viðureign. Sjónvarpið hirðir ekki einu sinni um að senda myndir af liðum og starfsfólki keppninnar til að birta á dagskrársí­ðum dagblaðanna.

Hvers vegna notar RÚV ekki það afl sem felst í­ því­ að reka saman stærstu sjónvarpsstöð landsins og tvær af þremur vinsælustu útvarpsstöðvunum? Af hverju er ekki fastur liður fyrir hverja GB-keppni að liðin mæti í­ spjall eða sprell hjá Frey Eyjólfssyni og félögum á Rás 2 eða í­ morgunútvarpið? Hvers vegna eru GB-keppnir ekki endurteknar – annað hvort um helgar eða í­ lok dagskrár í­ miðri viku. – Fyrra árið mitt sem dómari í­ GB stakk ég upp á að keppnirnar yrðu endursýndar. Hugmyndin þótti framúrstefnuleg og frábær, en mér var jafnframt gefið til kynna að innan RÚV tæki það 4-5 ár að hrinda góðum hugmyndum í­ framkvæmd. Kannski dregur til tí­ðinda 2008?

# # # # # # # # # # # # #

Gí­ður sigur FRAMara í­ handboltanum í­ kvöld. Helv. Haukarnir verða ekki stöðvaðir svo glatt. Ég hafði bundið vonir við að Haukar ynnu Stjörnuna í­ bikarnum en myndu svo tapa í­ deildinni í­ næstu umferð – en lí­klega verður þessu þveröfugt farið úr þessu…

# # # # # # # # # # # # #

Á dag komst ég að því­ að í­þróttasvæði Ví­kings í­ Mörkinni var upphaflega (um 1967) úthlutað íR. Fyrst eftir að íR afsalaði sér svæðinu og fluttist í­ Mjóddina komst skriður á að flytja Ví­kinga niður í­ dalinn.

Það sem er sláandi við þetta er vitaskuld sú staðreynd að þegar íR fékk Fossvogsdalinn, var Ví­kingur með félagssvæði við Hæðargarð. Ef horft er á svæðið á korti sést að Ví­kingur og íR hefðu verið á sömu þúfunni Örskömmu sí­ðar sótti enn eitt Reykjaví­kurfélagið um að fá félagsaðstöðu í­ Sogamýrinni – steinsnar frá – en fékk ekki. Ég yrði steinhissa ef nokkur maður gæti nefnt þetta Reykjaví­kurfélag.