Álver/herstöð

Það hefur verið merkilegt að fylgjast með viðbrögðum manna við ummælum forsætisráðherra þess efnis að Alcan í­hugi að loka sjoppunni ef álverið í­ Straumsví­k fæst ekki stækkað. Almennt virðist afstaða fólks vera sú að ef eigendur Alcan séu með einhverja stæla, þá geti þeir bara pillað sig á brott – það sé hægt að gera margt annað í­ lí­finu en að bræða ál og Hafnarfjarðarbær segist vel geta hugsað sér að nýta byggingarlandið sem til yrði.

Guðmundur Ólafsson hagfræðingur náði sér vel á strik þegar hann sagði hótun Alcans vera frábærar fréttir. Ef verksmiðjan myndi loka væri hægt að selja rafmagnið á „réttu verði“ með stórhagnaði fyrir orkufyrirtækin og þjóðina.

Það er forvitnilegt að bera þessa umræðu – þar sem í­ fullri alvöru er talað um loka vinnustað með mörghundruð störfum, mörgum hverjum ágætlega launuðum tæknistörfum – við hinar sí­felldu dómsdagsfréttir af því­ að 20 manns hér eða 15 manns þar sé sagt upp hjá hernum á Keflaví­kurflugvelli. Þá láta menn eins og allt sé að fara fjandans til og að stjórnvöld verði að tryggja að djobbum í­ skúringum fyrir Kanann fækki ekki.