Atli Húnakonungur

Er að lesa ævisögu Atla Húnakonungs. Það eru lí­klega mistök. Á það minnsta eru þarna nokkrar splatter-aftökulýsingar sem ættu að duga mér í­ margar martraðir. Annars er bókin nálega hálfnuð þegar aðalpersónan er fyrst kynnt til sögunnar. Bendir til að heimildir séu af skornum skammti.

# # # # # # # # # # # # #

Mér sýnist Skúli Sigurðsson vera að plata mig út í­ enn eitt verkefnið. Það þurfti svo sem ekki mikið til að sannfæra mig. Það er ekki hægt að segja nei við Skúla.

# # # # # # # # # # # # #

Sá blálokin af sigri FRAM á Selfyssingum. Fjórir leikir eftir sem allir þurfa að vinnast. Sá næsti er gegn Akureyrar Þór – sem við vorum ljónheppnir að ná jafntefli gegn á heimavelli.

# # # # # # # # # # # # #

íÂ  frí­höfninni á Stansted rakst ég á 16 ára Highland Park. Þetta hef ég ekki séð áður – bara 12 og 18 ára. Ekki keypti ég mér flöskuna, en gaman væri að vita hvort lesendur kannast við drykkinn.