Gettu betur uppgjör

Á fyrsta sinn í­ vetur tókst mér að setjast niður í­ rólegheitum og horfa á heila keppni í­ beinni útsendingu frá upphafi til enda. Á öll hin skiptin hef ég verið á hlaupum og/eða horft á upptöku – sem er ekki það sama, jafnvel þótt maður viti ekki úrslitin. Um gærkvöldið hef ég þetta að segja:

Um sigurliðið: Eftir úrslitaleikinn í­ fyrra taldi ég að MA yrði sigurstranglegasta liðið í­ GB 2006. Liðið óx grí­ðarlega með hverri umferð, eftir að ég hafði talið þá eiga takmarkað erindi í­ sjónvarpið framan af. Það undarlega gerðist að sagan endurtók sig í­ ár. Ég varð fyrir vonbrigðum með Akureyringa í­ útvarpskeppninni. íÂ móti MR og MH sýndu þeir vissulega merki um að vera sterkasta liðið í­ ár, en voru alls ekki svo sannfærandi að virðast öruggir um sigur.

Á úrslitaleiknum gilti allt öðru máli. Það var langbesta frammistaða sem sést hefur í­ ár, en þar ber auðvitað að hafa í­ huga að MA gat slakað á strax eftir hraðaspurningarnar og notið lí­fsins meðan andstæðingarnir urðu að taka áhættu, sem sjaldnast borgaði sig.

Allir liðsmenn MA eru sterkir keppendur, öðruví­si er varla hægt að sigra í­ þessari keppni eins og harkan er orðin í­ dag. ísgeir Berg er þó vitaskuld stjarnan og verður væntanlega einn af frægu karakterunum í­ þessari keppni – „kallinn með hattinn“ eins og krakkarnir sem heimsækja mig í­ Rafheima kalla hann.

Um Verslinga: Ég hef sagt það áður að ég dáist að iðni Verslinga í­ þessari keppni. Nokkur lið undibúa sig mjög mikið fyrir Gettu betur. Ætli það megi ekki segja að svona 8-10 lið hverju sinni falli undir þá skilgreiningu. Verslingar eru hins vegar markvissastir. Það hefur meðal annars sést á því­ hversu sterkir þeir eru yfirleitt í­ hraðaspurningum. Þær brugðust reyndar hjá þeim í­ gær – að hluta til út af stressi og að hluta til vegna þess að spurningarnar voru þess eðlis að tækni skipti minna máli en oft áður.

Verslingar eru ungir og það sást í­ gær. Þeir gerðu nokkur taktí­sk mistök í­ bjölluspurningunum, en það er svo sem ekki auðvelt að halda haus þegar verið er að kafsigla mann í­ úrslitaleik. Ég veit að Verslingar vænta mikils af þessu liði og tala jafnvel um að vinna 2007 og 2008. Eins og staðan er í­ dag tel ég þó að sigurlí­kur MR séu meiri. MH og jafnvel Borgarholtsskóli gætu sömuleiðis veitt fulla samkeppni.

Um dómarann: Anna Kristí­n kom nokkuð seint til skjalanna (RÚV er í­trekað að gera þau mistök að ganga frá þessum máli að hausti en ekki vori – sumarmánuðirnir eru hins vegar góður meðgöngutí­mi fyrir svona verkefni.) Hún stóð undir þessu embætti og lenti ekki í­ neinum leiðindamálum, sem eitt og sér telst góður árangur.

Þau atriði sem ég hefði gert öðruví­si eru flest léttvæg, t.d. að þrengja spurningaefnið ekki svona snemma í­ sumum bjöllu- og ví­sbendingaspurningum, dreifa spurningum jafnar niður á keppnirnar (t.d. voru tvær spurningar um nöfn á galdrastöfum í­ gær). Þetta eru þó bara smáatriði.

Margar spurningar voru bráðskemmtilegar, t.d. sú um Xanadu í­ gær. Dómarinn hafði persónulegar áherslur, sem er gott. Þannig var það vel til fundið að pí­na börnin til að læra um samtí­mamyndlist. Anna Kristí­n kom sömuleiðis aftur inn með sterka áherslu á fornöldina og goðsögur sem hafa lengi verið fyrirferðamiklar í­ svona spurningaleikjum en sem ég hafði reynt að vinda ofan af. Ég veit að margir urðu pirraðir út í­ mig fyrir að sniðganga nær alveg Íslendingasögurnar í­ Gettu betur, en það var bara mitt mat að það væri rétt að gefa þeim hví­ld.

Ef þeim tæplega tuttugu dómurum sem komið hafa að GB frá upphafi, hafa bara fjórir verið tvö eða fleiri ár í­ röð. Oftar en ekki eru það dómararnir sjálfir sem afþakka endurráðningu. Það er að hluta vegna slakra launa og að hluta vegna þess að fólk telur sig þurrausið og óar við tilhugsuninni um annað ár. Hið rétta er að annað árið er miklu léttara en fyrra árið. Mikið af undirbúningsvinnunni frá fyrra skiptinu nýtist í­ seinna skiptið. Þannig má segja að launin verði bærilegri einmitt með því­ að gegna starfinu tvisvar. Ef Anna Kristí­n vill hins vegar ekki taka annað ár, ætla ég rétt að vona að RÚV gangi frá ráðningu næsta dómara innan fárra vikna. Meiri tí­mi tryggir betri spurningar.

Um spyrilinn: Hver spyrill þarf að koma sér upp sí­num eigin stí­l. Á fyrstu sjónvarpsviðureignunum fannst mér Sigmar vera of mikið að hugsa um hvað Logi hefði gert í­ svipuðum aðstæðum. Það skánaði þegar leið á og ég býst við honum öflugum á næsta ári. Ég hef margoft sagt að mér finnst passlegt að dómarar séu í­ tvö ár, en spyrlar eiga helst ekki að byrja fyrir minna en sex til sjö ár…

Um þáttagerðina: Hversu lengi á þessi vitleysa með auglýsingafarganið í­ lok úrslitaleiksins að lí­ðast? Hverjum í­ ósköpunum finnst sniðugt að drepa niður alla stemningu í­ frábærum sjónvarpsþætti með því­ að hasta á liðin sem eru að fagna sigri til að skella á fáránlega löngum auglýsingapakka fyrir verðlaunaafhendingu? Þetta er eins sjoppulegt og mest getur orðið!

Ódýrustu auglýsingatí­mar í­ í­slensku sjónvarpi, miðað við áhorf, eru auglýsingarnar sem þau fyrirtæki kaupa sem gefa eitthvert glingur til keppenda í­ Gettu betur. Bókaforlag sem splæsir nokkrum jólabókum frá sí­ðasta ári fær maraþonfyrirlestra í­ miðjum sjónvarpsþætti með 40% áhorf! Hvaða rugl er þetta?

Ef á annað borð á að spilla þættinum með svona vitleysisgangi, þá væri skömminni skárra að bera það byrjun – Sigmar gæti þá byrjað þáttinn á að segja frá verðlaunum eða skotið því­ inn eftir skemmtiatriðin. Nú skal ég segja ykkur svolí­tið leyndarmál: krakkarnir sem keppa í­ Gettu betur eru ekki að gera það í­ þeirri von að fá þýsk-í­slenska orðabók eða Interrail-ferð til Evrópu. Þegar við unnum keppnina í­ gamladaga rifjaðist það ekki upp fyrr en mörgum dögum seinna að við ættum einhverja flugmiða einhversstaðar.

Á hinn bóginn var ég ánægður með að ekki var reynt að troða inn í­ úrslitaþáttinn löngum gömlum myndskeiðum frá fyrri árum. Á fyrsta lagi eru alltaf sömu myndirnar valdar, djókurinn er orðinn nokkuð gamall – og ef menn vilja á annað borð sýna þetta gamla efni þá væri miklu nær að búa einfaldlega til almennilegan sjónvarpsþátt um GB.

Um RÚV: Sjónvarpið verður að taka sig á í­ kynningarmálunum varðandi GB. Á sama hátt og 365 miðlar beita öllum sí­num styrk til að auglýsa skrautfjaðrirnar í­ sinni dagskrárgerð, þá á RÚV að geta beitt sí­nu afli fyrir sí­na þætti. Það á ekki að vera hlutverk spyrils, dómara eða dagskrárgerðarmanns að vera að plögga þáttinn um allan bæ. Það er sérstakt verkefni fyrir einhvern kynningarfulltrúa.

Peningaleysi er auðvitað stór þáttur í­ því­ hvernig staðið er að ýmsu í­ kringum GB. Miðað við hversu lí­tið er greitt fyrir dómaradjobbið er ekki von til þess að dómarar séu til í­ að leggja á sig mikið meiri vinnu. Eins og staðan er núna er langauðveldast fyrir dómara að fara léttustu leiðirnar í­ að redda myndefni, helst með því­ að finna bara eitthvað á Google. Það er hins vegar ekki endilega besta nýtingin á miðlinum. Spurningahöfundar þurfa betri tækniaðstoð og greiðari aðgang að tæknimönnum – þ.e.a.s. ef menn vilja ekki að keppnin haldi áfram að lí­ta eins út núna og 1992.

Vorið 2004 var það rætt að ástæða væri til að endursýna GB-keppnir í­ sjónvarpi. Öllum fannst það góð hugmynd, en bar saman um að það væri ekki hægt að taka slí­ka ákvörðun nema með margra mánaða fyrirvara. Það hefur enn ekki verið gert. Spaugstofan er hins vegar endursýnd tvisvar.

Ef ég mætti ráða væru þrjár sí­ðustu keppnir fyrra árs sýndar í­ lok dagskrár eða fyrri hluta dags í­ aðdraganda fyrstu sjónvarpskeppni ár hvert. Jafnframt myndi ég í­huga það alvarlega að færa útvarpskeppnina í­ átt að sjónvarpskeppninni með því­ að skipta ví­xlspurningum út fyrir bjölluspurningar – sem vissulega myndi kalla á aukinn ferðakostnað þar sem liðin gætu ekki lengur verið í­ hljóðveri hvort á sí­nu horni landsins. Mér er sömuleiðs fyrirmunað að skilja hvers vegna nauðsynlegt er að rumpa öllum útvarpsviðureignum af á mettí­ma. Má ekki bara byrja fyrr – jafnvel fyrir áramót ef þetta snýst um að ná að klára allt fyrir páska?

Jamm.