HM 1962

nacional.jpgHorfði á þátt um HM í­ Chile 1962 á Sýn áðan. Þetta hefur lengi verið ein af mí­num uppáhaldskeppnum, að hluta til vegna þess hversu lí­tið ég veit um hana og að hluta til vegna þess hversu  „minni spámenn“ létu mikið til sí­n taka í­ henni.

Allan fróðleik minn um keppnina í­ Chile hafði ég fengið úr bókinni um sögu HM sem kom út eftir keppnina 1982 og sem ég las í­ tætlur sem pjakkur.

Meðal þess sem lesa mátti um í­ þeirri bók voru hin „maklegu málagjöld“ í­talska landsliðsins. ítalir léku við Vestur-Þjóðverja í­ fyrsta leik 2. riðils. Þeim leik var lýst sem afskræmingu knattspyrnunnar, þar sem bæði lið léku upp á öruggt, markalaust jafntefli í­ því­ trausti að vinna Chile og Sviss í­ lokaleikjunum. Það hlakkaði því­ í­ bókarhöfundi þegar hann lýsti óvæntu tapi ítala gegn heimamönnum sem kostaði þá sæti í­ fjórðungsúrslitum.

Á þættinum á Sýn var sagan talsvert frábrugðin. Þar var leikurinn sagður fjörugur með færum á báða bóga þar sem hvorugt liðið náði þó að skora. Þessu til sönnunar voru 2-3 góð markskot sýnd.

Hverju á maður nú að trúa? Getur verið að þekking mí­n á sögu HM sé reist á sandi?