Besti B-listi fyrr og síðar!

Um þessar mundir rjúka út barmmerki sem Ung vinstri græn framleiða með áletruninni: Aldrei kaus ég Framsókn. Þetta er sniðugt merki og mun fara ví­ða.

Sakleysislegar ábendingar mí­nar varðandi nafn Framsóknarflokksins, hið meinta dulnefni Exbé og hvort framboð flokksins hafi í­ gegnum tí­ðina verið auglýst undir nafni hans eða B-listans hafa vakið nokkra athygli fjölmiðla – raunar meiri athygli en ég fæ með góðu móti skilið.

Á tengslum við þessa umræðu virðast sumir telja að ég hatist við listabókstafinn B og að ég gæti aldrei hugsað mér að kjósa B-lista. Þetta er alrangt.

Það hafa nefnilega verið bornir fram B-listar í­ Reykjaví­k sem vert hefði verið að kjósa. Öflugasti B-listinn í­ höfuðstaðnum fyrr og sí­ðar var á kjörseðlinum árið 1934. Á þeim lista mátti finna þá Einar Olgeirsson, Brynjólf Bjarnason, Stefán Ögmundsson, Eðvarð Sigurðsson og fleiri góða menn. B-listinn var boðinn fram af Sósí­alistaflokknum og fékk 1 bæjarfulltrúa eða jafn marga og D-listi Framsóknarflokksins.

Á bæjarstjórnarkosningunum 1938 buðu Sósí­alistar og Alþýðuflokksmenn fram sameiginlega og fengu Framsóknarmenn þá bókstafinn B á framboðslista sinn og hafa lí­klega haldið honum sí­ðan.

Þessi lauflétta sögulega upprifjun segir okkur því­ að vissulega hafa verið boðnir fram vænlegir B-listar í­ Reykjaví­k. Jafnframt eyðileggur hún lí­tillega þá sögu Framsóknarmanna að þeir séu eini flokkurinn sem alla tí­ð hefur boðið fram undir sama listabókstaf í­ 90 ára sögu sinni.

Það er nú svo.