Á dag hófst sjötti og síðasti mánuðurinn af feðraorlofinu. Á morgun liggur leiðin í sumarbústað á Flúðum sem gömlu eru með á leigu. Um helgina er svo brúðkaup hjá Sverri og Ósk á Úlfljótsvatni. Því næst er stefnan tekin austur á land og Sjómannadeginum fagnað á Norðfirði. Það verða því engin blogg hér á næstunni.
Út af þessu flandri missi ég af því að sjá Ian Rankin lesa upp og svara spurningum á laugardaginn klukkan eitt. Þangað mæta allir góðir menn.
Sömuleiðis sé ég ekki fram á að ná leik FRAM og Stjörnunnar á þriðjudagskvöldið – og er þar með ekki búinn að ná nema einum heilum leik í sumar. Þetta er náttírlega engin frammistaða.