Geggjun

Framámenn í­ ísrael slá sem sagt upp veislu til að minnast afmælis velheppnaðra hryðjuverka á sama tí­ma og þeir valta yfir Lí­banon í­ nafni strí­ðs gegn hryðjuverkum. Hví­lí­k geggjun!

# # # # # # # # # # # # #

Á þriðjudagskvöldið mun ykkar einlægur vera leiðsögumaður í­ sögugöngu um Elliðárdalinn á vegum Orkuveitunnar. Mig minnir að það verði lagt af stað frá Minjasafninu kl. 19:30, annars má finna nánari upplýsingar á vef OR.

# # # # # # # # # # # # #

Derby mun ví­st vera búið að kaupa Steve Howard aðalmarkaskorara Luton. Stuðningsmennirnir eru furðurólegir, enda Howard gamall og latur – þótt vissulega hafi hann skorað mörg mörk. Bí­ð eftir skýrslu frá aðalstuðningsmanni Derby á Íslandi um málið.

# # # # # # # # # # # # #

Er í­ fyrsta sinn að lesa almennilega rúmlega 10 ára gamla bók Sigurðar í. Friðþjófssonar, íþróttir í­ Reykjaví­k. Hún er bara nokkuð góð.

Margar bækur hafa komið út á í­slensku um sögu í­þróttafélaga, í­þróttasambanda eða einstakra í­þróttagreina. Fæstar þeirra eru hins vegar skrifaðar af sagnfræðingum. Á svipinn man ég t.d. ekki eftir einni einustu bók með almennilega heimildaskrá – fyrir utan Sögu landsmóta UMFÁ sem mig minnir að hafi verið með þetta allt á hreinu.