Rafmagnið í Norður-Kóreu

Guðmundur Magnússon skrifar í­ dag um Norður-Kóreu og leggur út af frægri mynd sem tekin er yfir norðaustur Así­u og sýnir myrkrið í­ N-Kóreu samanborið við grannlöndin. Þessi mynd hefur margoft birst áður og er meðal annars notuð sem myndskreyting við Wikipediu-greinina um efnahagsmál N-Kóreu.

Kenning Guðmundar er sú að slökkt sé á ljósunum í­ Norður-Kóreu til að spara rafmagn fyrir kjarnorkuvopnaframleiðslu. Gaman væri að vita hvernig Guðmundur sér fyrir sér að menn spari rafmagn með þessum hætti – ef til vill sér hann fyrir sér grí­ðarstóra rafgeyma sem rí­kisstjórnin keppist við að hlaða á? – En gott og vel, við skulum ekki strí­ða sagnfræðingnum á eðlisfræðikunnáttunni.

En þar sem ég er nú rafmagnsnörd, kveikti myndin áhuga minn og ég fór að lesa um raforkumál í­ Norður-Kóreu á netinu. Þar kom margt áhugavert í­ ljós.

Fyrir tuttugu árum sí­ðan var Norður-Kórea í­ 22. sæti yfir þau lönd sem notuðu mesta raforku. Suður-Kórea var þremur sætum ofar, en þar sem sunnanmenn eru öllu fleiri var Norður-Kórea með meiri orkunotkun á hvern í­búa.

Þessi tala segir auðvitað ekki mikið um stöðu alls almennings. Stór sveitahéruð munu vera órafvædd í­ norðrinu, en orkufrek stóriðja heldur uppi meðaltalinu. En þar sem þessar tölur eru oft notaðar sem mælikvarði á hagsæld ætla ég að halda mig við þær.

Nú, tuttugu árum sí­ðar er raforkunotkun á hvern í­búa tí­föld í­ Suður-Kóreu á við Norður-Kóreu. Þetta eru ótrúlega skjót umskipti – ekki hvað sí­st ef haft er í­ huga að orkunotkun Norður-Kóreu hélt áfram að vaxa til árisins 1991 þegar hún náði hámarki. Á tí­unda áratugnum hrynur orkuframleiðslan hins vegar og nær botni árið 1999, en þá mældist hún um 60% af því­ sem mest var (myndin á sí­ðu Guðmundar er einmitt tekin árið 2000). Hægfara vöxtur hefur verið í­ orkukerfinu sí­ðustu árin, en það er þó enn ekki nema á svipuðum slóðum og var í­ kringum 1980.

Hér rekst ég reyndar á eitt heimildafræðilegt vandamál. Tölur Sameinuðu þjóðanna um raforkunotkun í­ Norður-Kóreu eru nærri tvöfalt hærri en tölur þær sem birtast í­ CIA Factbook, sem er aðalheimild Wikipediu í­ málinu. Þetta er reyndar mjög skrí­tið þar sem tölur SÞ og CIA eru í­ langflestum tilfellum mjög svipaðar. Fyrst datt mér í­ hug að bandarí­ska leyniþjónustan væri viljandi að lækka tölurnar hjá Kóreumönnum, en það er ólí­klegt – t.d. er það ekki raunin þegar kemur að Kúbu og öðrum „útlagarí­kjum“. Ég held mig samt við SÞ tölurnar, enda eru þær rökréttari.

Samkvæmt þessu er raforkunotkun á í­búa í­ Norður-Kóreu öllu meiri en í­ þriðja heims löndum á borð við Perú og Marokkó, miklu meiri en t.d. Ní­gerí­u og Bangladesh – en þessar 23 milljónir N-Kóreubúa þurfa hins vegar að láta sér lynda álí­ka mikið rafmagn og átta milljón Búlgarir og nokkuð minna en Danir sem þó eru bara fimm og hálf milljón.

Samsetningin í­ orkuframleiðslunni vekur lí­ka athygli. Uppsett afl rafstöðva í­ Norður-Kóreu skiptist nokkurn veginn jafnt á milli olí­ustöðva og vatnsaflsvirkjanna. Þær sí­ðarnefndu framleiða hins vegar um 70% orkunnar – þar sem olí­uskortur kemur í­ veg fyrir fulla nýtingu hinna stöðvanna. Norður-Kórea og Ísland eru því­ með nálega sama hlutfall raforkuvinnslu með vatnsafli.

Þurrkar hafa leikið vatnsbúskap Norður-Kóreumanna grátt sí­ðustu árin. Til að spara vatn hefur verið gripið til skömmtunaraðgerða eins og að hætta rafmagnsframleiðslu á næturnar til að safna í­ uppistöðulónin. Mögulega hefur gervihnattamyndin góða verið tekin á þeim tí­ma. Það er þó ólí­klegt, þar sem ég trúi varla öðru en að eitthvað af virkjununum þarna séu rennslisvirkjanir. Maður veit samt aldrei.

Lí­klegra er að myndin sé tekin í­ blakkáti, en auk þess að framleiða ekki næga orku mun flutnings- og dreifikerfið vera úr sér gengið. Rafmagnsleysi – og jafnvel allsherjarrafmagnsleysi af völdum bilana eru því­ tí­ð í­ kerfinu.

Á sama tí­ma og raforkukerfi Norður-Kóreu heldur áfram að drabbast niður, blæs kerfið út sunnan landamæra. Suður-Kórea er ellefti mesti raforkunotandi í­ heimi og með mjög mikla höfðutölunotkun – meiri en sum af stóru iðnrí­kjum Vestur-Evrópu. Sá vöxtur er að mestu knúinn áfram af kjarnorkuverum, sem stjórnin í­ Suður-Kóreu hefur fengið að koma upp með aðstoð Bandarí­kjanna.

Það er nú svo.