Kannastu við kauða? III hluti (og úrslit II hluta)

Það var rétt hjá Nönnu að spurt var um Helga Hóseason. Rí­ó Trí­ó söng um hann á plötu 1977, þar kom fyrir lí­nan „Meðan einhver ennþá þorir…“ – en það var einmitt heiti bókar sem kom út um karlinn fyrir nokkrum árum. Á sí­num yngri árum var hann rekinn úr iðnskóla á Akureyri fyrir að gagnrýna kennaraliðið fyrir tóbaksreykingar.

Staðan e. tvær umferðir af þrettán:

1 stig – Ingibjörg Haraldsdóttir & Nanna Rögnvaldardóttir

aðrir minna

# # # # # # # # # # # # #

Ví­kjum þá að þriðju spurningu. Sem fyrr er spurt um mann. Hann getur verið í­slenskur eða erlendur, lí­fs eða liðinn, raunverulegur eða sögupersóna.

Maðurinn sem um er spurt var tví­buri, en tví­burabróðirinn fæddist andvana. Sí­ðar orti maður þessi ljóð til bróður sí­ns þar sem hann velti upp þeirri spurningu: hvor væri betur settur – sá sem fór beint til himna eða hinn sem eftir lifði?

Hver er maðurinn?