Það var rétt hjá Nönnu að spurt var um Helga Hóseason. Ríó Tríó söng um hann á plötu 1977, þar kom fyrir línan „Meðan einhver ennþá þorir…“ – en það var einmitt heiti bókar sem kom út um karlinn fyrir nokkrum árum. Á sínum yngri árum var hann rekinn úr iðnskóla á Akureyri fyrir að gagnrýna kennaraliðið fyrir tóbaksreykingar.
Staðan e. tvær umferðir af þrettán:
1 stig – Ingibjörg Haraldsdóttir & Nanna Rögnvaldardóttir
aðrir minna
# # # # # # # # # # # # #
Víkjum þá að þriðju spurningu. Sem fyrr er spurt um mann. Hann getur verið íslenskur eða erlendur, lífs eða liðinn, raunverulegur eða sögupersóna.
Maðurinn sem um er spurt var tvíburi, en tvíburabróðirinn fæddist andvana. Síðar orti maður þessi ljóð til bróður síns þar sem hann velti upp þeirri spurningu: hvor væri betur settur – sá sem fór beint til himna eða hinn sem eftir lifði?
Hver er maðurinn?