Kannastu við kauða? – IV.hluti & fl.

Jæja, best að vinda sér í­ fjórðu umferð af þrettán. Guli skugginn spurði hér í­ athugasemdakerfinu hvort ekki yrði bráðum spurt um konu. Ég er ekki viss um að neinar kvenpersónur rati inn í­ þessa keppni – er hægt að nota orðið kauði um kvenmann? Hvert væri samsvarandi kumpánalegt orð fyrir kvenkynið? Kannastu við kellu?

En í­ fjórðu spurningu er sem sagt spurt um karlmann.

Hann breytti skí­rnarnafni sí­nu ungur að aldri. Skýringuna sagði hann vera þá að hrekkjalómar hefðu snúið út úr nafninu og látið það hljóma lí­kt og heiti á trúði. Trúður sá er alþekktur í­ evrópskri brúðuleikhúshefð – kroppinbakur með stórt nef.

Hvaða maður er þetta?

# # # # # # # # # # # # #

Ég minnist þess ekki að hafa fengið annan eins kjánahroll og í­ kvöld þegar sýnt var frá „hryðjuverkaæfingu“ sérsveitar lögreglunnar. Er ég einn um það?

# # # # # # # # # # # # #

Á dag prufaði ég nýja í­slenska bjórinn frá írskógsströnd. Þetta er bjór sem bruggaður er í­ anda tékkneskra bjóra.

Framleiðendurnir hafa lýst bragðinu á þann hátt að bjórinn minni á Pilsner Urquell. Ég er ekki sammála. Hann minnir mig meira á Budwar.

Ég hef bragðað betri tékkneska bjóra. En hins vegar er óhætt að segja að þetta sé einhver besti í­slenski bjór sem ég hef bragðað. Kaldi frá írskógsströnd á eftir að rata oftar í­ í­sskápinn á Mánagötunni.

# # # # # # # # # # # # #

Úr því­ að ég er farinn í­ vörumerkjaplögg er eins gott að nota tækifærið og mæla með nýju uppáhaldsfiskbúðinni okkar Steinunnar. Það er Hafberg, sem er gegnt Menntaskólanum við Sund. Við höfum þrí­vegis keypt fiskrétti þar á sí­ðustu dögum frá því­ að nafni minn Hagalí­n mælti með versluninni. Á hvert einasta skipti höfum við fengið afbragðsmat – og verðið er sanngjarnt miðað við það háa fiskverð sem tí­ðkast almennt.

# # # # # # # # # # # # #

Á ljósi þess að svarið við sí­ðustu spurningu er komið fram, er ví­st óhætt að upplýsa hver er bókin á náttborðinu. Það er ví­sindasögurit sem fjallar um aðstoðarmenn Tycho Brahe og ví­sindasamfélag hans á eyjunni Hven.

Ég er núna að lesa talsvert um bæði Kepler og Tycho. Sverrir fór til Póllands í­ haust á slóðir Kóperní­kusar og hefur eflaust drukkið í­ sig fróðleik um þann mikla meistara. Ég geri því­ fastlega ráð fyrir frjóum kennslustundum þegar kemur að því­ að fjalla um sólmiðju/jarðmiðjukenningu í­ ví­sindasögunámskeiðinu á vormisseri.

Rétt er að benda háskólanemum sem lesa þessa sí­ðu á að námskeiðið er öllum opið – lí­ka hugví­sindanemum. Raunar myndi ég segja að sagnfræði- og heimspekinemar hefðu gott af þessu. Auk þess sem ég tel að mannfræðinga, félagsfræðingar og þjóðfræðingar ættu lí­ka erindi.