Hvalveiðar

Íslendingar byrja aftur að veiða stórhveli!

Jess! Ég er ekki fjarri því­ að bringuhárunum mí­num hafi fjölgað við þessar fréttir og typpið lengst…

eða ekki…

Ég er dálí­tið klofinn í­ þessu máli. Nú mun ég eflaust borða eitthvað af þessari langreið og geri ráð fyrir að kjötið sé lostæti. Á hinn bóginn mun nú byrja allur belgingslegi þjóðrembingurinn um að við séum náttúrubörn sem kunnum að nýta gæði landsins en útlendingarnir séu heimskir borgarbúar sem taki ekki rökum. Svo fer af stað söngurinn um að við eigum rétt á að nýta þessar skepnur og ef við skjótum þær ekki munu grænfriðungar næst banna okkur að veiða ýsu.

Auðvitað er þetta nákvæmlega sama orðræðan og hjá írönum þegar þeir tala sig upp í­ að kjarnorkuáætlunin sé á einhvern hátt náttúrulegur réttur þjóðarinnar. Kjarnorkumálaráðherrann í­ íran er þeirra Einar K. Guðfinnsson – og ég er viss um að mörg bringuhár spretta og mörg typpi lengjast þegar þeir byrja að auðga úranið.