Kannastu við kauða? VI hluti, fyrsta vísbending

Þegar fimm umferðum er lokið af þrettán í­ þessari skemmtilegu spurningakeppni, skiptast stigin á jafnmarga aðila. Gaman verður að sjá hvort enn á eftir að fjölga í­ þeim hópi eða hvort einhver nær afgerandi forystu.

Staðan: 

1 stig; Ingibjörg Haraldsdóttir, Nanna Rögnvaldardóttir, Arndí­s Dúnja, Þórdí­s Gí­sladóttir & Páll ísgeir ísgeirsson.

Aðrir minna.

Ví­kjum þá að sjöttu spurningu:

Maðurinn sem um er spurt kom til Íslands á vormánuðum 1987. Koma hans vakti enga athygli – sem vonlegt var.

Ekki er vitað til að maðurinn hafi komið aftur til Íslands. Hann er þó mikill heimshornaflakkari og hefur tví­vegis sótt sér kvonfang til þriðja heimsins – til Indlands og Karabí­ska hafsins.

Hver er maðurinn?