Kannastu við kauða? IX umferð

Staðan eftir átta umferðir af þrettán: 

2 stig: Ingibjörg Haraldsdóttir. 

1 stig: Nanna Rögnvaldardóttir, Arndí­s Dúnja, Þórdí­s Gí­sladóttir, Páll ísgeir ísgeirsson, Benedikt Waage & Finnbogi Óskarsson.

Ní­unda spurning:

Maðurinn sem um er spurt skrifaði:

Gæfa mí­n hefir verið meiri en flestra annarra. Hefir hún fylgt mér frá upphafi og til þessa dags.

Fótabæklun sú, er ég hlaut í­ fæðingu hefir orðið mér gæfa. Henni á ég það að þakka, að ég hefi skilið betur aðra menn og sérkenni þeirra en ella, en sá maður, sem skilur aðra, hefir losnað úr andlegum einbýlishætti. Hann tekur þátt í­ mannlegri samhyggð og er hamingjusamur.

# # # # # # # # # # # # #

Á sí­ðustu viku hágrét barnið þegar það var skilið eftir á leikskólanum og svikabrigslin í­ augnaráðinu voru yfirþyrmandi. Á morgun ætlaði ég að spjalla við Boggu yfirfóstruna á gulu deildinni (jájá, ég veit að það heitir leikskólakennari), þegar Ólí­na sneri sér við og veifaði mér bless – sem kurteislega ábendingu um að nærveru minnar væri ekki óskað lengur…

Ætli það sé ekki bara tí­maspursmál hvenær hún flytur að heiman?