Dauðramannaþula

Var að klára nýju Rebus-bókina, Dauðramannaþulu e. The Naming of the Dead. Bókin kom út á miðvikudaginn var og var fáanleg í­ í­slenskum verslunum fyrir helgi. Ekki amaleg þjónusta það.

Þetta er fí­nasta bók hjá Rankin karlinum. Það er alveg augljóst að Siobhan er að taka við kyndlinum af Rebusi og mun erfa erkióvin hans í­ leiðinni. Það fer Rankin lí­ka vel að skrifa um þjóðfélagsmálefni, þótt öll umfjöllunin um G8-fundinn geri það að verkum að minna er lagt í­ sjálfa glæpafléttuna en stundum áður.

Þegar ég les Rebus langar mig aftur til Edinborgar – í­ það minnsta á suma barina þar.

Næst fær tengdó bókina lánaða. Þá geri ég ráð fyrir að mamma, Steinunn, Kolbeinn og Palli Hilmars komi fljótt á eftir. Fleiri sem vilja bætast í­ hópinn?

# # # # # # # # # # # # #

Er ennþá hálflí­till í­ mér eftir að hafa hugsað svona mikið um Komið og sjáið! Ekki minnkar melankólí­an við að sitja heima í­ stofu eftir miðnætti og hlusta á Sí­berí­u með Echo & the bunnymen. Nú vantar bara 16 ára einmöltung í­ glasið – en ætli pilsnerinn verði ekki látinn duga í­ kvöld.