Kannastu við kauða? – Framlenging, 1.hluti

Jæja, þrí­r lentu í­ efsta sæti í­ þessari skemmtilegu spurningakeppni. Þar sem afdráttarlaus úrslit fengust ekki í­ þrettán spurningum hef ég ákveðið að grí­pa til framlengingar. Hún verður með þeim hætti að haldið verður áfram að spyrja um menn, þar til einhver þátttakandi nær þremur stigum – það þýðir að Ingibjörg, Nanna og Gí­sli þurfa aðeins að svara einni spurningu rétt til að vinna, en aðrir ýmist tveimur eða þremur.

Á fyrsta hluta framlengingar er spurt um mann. Hann starfaði um tí­ma sem huglæknir og spámaður í­ Belgí­u og kallaði sig þar Emarson. Það er fjarri því­ eina dulnefnið sem hann notaði um ævina.

Kannist þið við kauða?

# # # # # # # # # # # # #

Ólí­na fór í­ 18 mánaða læknisskoðun í­ morgun. Dómur heilbrigðiskerfisins er á þá leið að barnið sé aðeins yfir meðallagi stórt, rétt yfir meðallagi þungt og nokkuð skýr miðað við aldur.

Hljómar þetta ekki nákvæmlega eins og lýsing á pabba hennar?