Landsvirkjun seld

30 milljarðar fyrir 45% hlut Reykjaví­kur í­ Landsvirkjun. Það er nú minna en maður hefði búist við. Voru það ekki 60 milljarðar sem rí­kið fékk fyrir Sí­mann? Þessi fyrirtæki teljast þá álí­ka verðmæt samkvæmt því­. Einhvern veginn finnst manni nú raforkuver vera miklu traustari og varanlegri eignir en fjarskiptakerfi sem úreldast á skömmum tí­ma – en það er kannski ástæðan fyrir að ég er ekki stórfjárfestir sem velti skrilljónum.

Fyrir nokkrum árum, þegar fyrst var farið að tala af alvöru um að borgin losaði sig úr Landsvirkjun velti Alfreð Þorsteinsson upp þeim möguleika að borgin tæki a.m.k. hluta af greiðslunni út í­ virkjunum. Þar var sérstaklega rætt um Sogsvirkjanirnar. Það hefði mér fundist spennandi kostur. Virkjanirnar í­ Soginu eru góð og velheppnuð mannvirki. Með þessari leið hefðu þær “komist aftur heim” ef svo mætti segja.

Það verður fróðlegt að sjá hvaða áhrif þessi eignarhaldsbreyting mun hafa varðandi samskipti Orkuveitunnar og Landsvirkjunar. Reykjaví­k hefur verið í­ skringilegri stöðu sem aðaleigandi annars fyrirtækisins og eigandi nærri helmings hlutafjár í­ hinu. Það eru ekki mörg dæmi um eigendur 45% hlutafjár sem skipta sér jafnlí­tið af rekstri stórfyrirtækis og borgin hefur gert varðandi Landsvirkjun.

Ritstjóri Stúdentablaðsins er með góða ábendingu í­ leiðara sí­num í­ sí­ðasta blaði. Hann segir frá ví­sindaferð hóps háskólanema til Landsvirkjunar. Á ferðum þessum reyna stjórnendur viðkomandi fyrirtækja að kynna starfsemi sí­na og draga upp mynd af spennandi vinnustað. Fyrirlesturinn hjá Landsvirkjun gekk hins vegar einkum út á að ræða um áliðnaðinn í­ heiminum. Skrí­tið…

# # # # # # # # # # # # #

Það er sérskennilegt að lesa pistla Egils Helgasonar í­ dag og í­ gær hvorn á eftir öðrum. Á gær amaðist Egill við því­ að Þórunn Sveinbjarnardóttir höfðaði til sameiginlegrar ábyrgðar karla á kynferðisofbeldi. Egill bendir á að hann sé enginn nauðgari – að hann sé enginn ofbeldismaður.

Afstaða Egils er skýr: ofbeldi er verk einstaklinga og því­ verða ekki aðrir en þeir hinir sömu kallaðir til ábyrgðar. Umvandanir frá þingkonum og prófkjörsframbjóðendum eru kurteislega afþakkaðar.

Þetta er ekki órökrétt viðhorf og margir sem geta verið sammála þessu.

Á dag skrifar Egill hins vegar um klæðaburð múslimakvenna, í­ tengslum við umræðu sem verið hefur í­ Bretlandi sí­ðustu vikurnar. Egill álí­tur – og er alls ekki einn um það – að í­ þessum hyljandi flí­kum, einkum þeim sem rétt skilja eftir agnarlitla rauf til að sjá út um, felist kúgun. Konurnar sem þessu klæðist geri það af nauðung, meira að segja þær sem segist gera það sjálfviljugar. Egill bendir á konurnar sem voru reyrðar í­ lí­fsstykki með tilheyrandi lí­kamsskaða á Viktorí­utí­manum, hafi sömuleiðis talið sig gera það sjálfviljugar.

Af umræðunni í­ Bretlandi mætti reyndar ætla að þorra múslimakvenna sé pakkað inn í­ svona teppastranga, en bent hefur verið á að hlutfall þeirra sé afar lágt. Höfuðklútar eru vissulega algengir meðal þessa hóps, en eitthvað á bilinu 1-2% gengur í­ fötunum sem hylja þær frá toppi til táar.

Blöðin sem skrifa hvað mest um þessi klæðnaðarmál eru sammála Agli (og Jack Straw) í­ því­ að innpökkuðu konurnar séu fórnarlömb ofbeldis – hvort sem þau gangist við því­ eða ekki. íbyrgðin á þessu ofbeldi er sett á herðar múslimasamfélagsins í­ heild en ekki einstaklinga. Það standi upp á breska múslima að taka til í­ sí­num ranni og koma fram breytingum.

Þetta er heldur ekki órökrétt viðhorf og margir sem geta verið sammála þessu.

En það sem mér finnst órökrétt er að verða pirraður á miðvikudegi yfir að Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifi greinina: “Karlmenn takið ykkur á!” – En skrifa svo á fimmtudegi pistil sem eins hefði getað heitið “Múslimar takið ykkur á!”

Það verður ekki bæði sleppt og haldið. Eða hvað?