Minn maður tapaði

Úff, ekki var sniðugt að vaka til klukkan þrjú í­ nótt til þess eins að fá sundurlausar fréttir á netinu af þessum bandarí­sku kosningum. Skil ekki hvers vegna Sjónvarpið var ekki með kosningavöku – nógu mikið fjalla þeir um þessar kosningar í­ fréttatí­munum.

Þau úrslit sem ég beið eftir með mestri eftirvæntingu var í­ fylkisþingskosningunum í­ Norður-Karólí­nu, nánar tiltekið í­ kjördæmi 116 í­ Buncombe.

Doug vinur minn frá því­ í­ Edinborg var frambjóðandi Demókrata gegn einhverjum slöttólfi úr Repúblikanaflokknum. Samkvæmt heimasí­ðu þingsins tapaði Doug, en nákvæm úrslit finn ég ekki. Þetta er ergilegt, enda Doug ungur og metnaðarfullur pólití­kus sem hefði átt fullt erindi á þing.