Fimm árum eftir sveðjumanninn

Á kvöld eru fimm ár liðin frá því­ að óður maður gekk berserksgang með sveðju að Hringbraut 119, eins og lesa mátti um í­ helstu fjölmiðlum. Sami óknyttadrengur ók í­ gegnum bí­lskýlishurðina í­ bí­lageymslunni þetta kvöldið og rústaði henni. Hreinn gjaldkeri varð miður sí­n og skrifaði væntanlega sérstakan pistil í­ húsfélagspóstinn að þessu tilefni.

Þetta kvöld dró fleira til tí­ðinda á Hringbrautinni. Eftir velheppnaðan vinnufund SHA, með viðkomu á Næsta bar, fórum: ég, Sverrir, Palli, Stefán Jónsson og Steinunn í­ gömlu í­búðina mí­na í­ gamla verksmiðjuhúsnæði Jóns Loftssonar. Sverrir, Palli og félagi Stefán fóru fljótlega heim. Steinunn varð eftir.

Þessi fimm ár hafa verið fáránlega fljót að lí­ða – en samt verið svo ótrúlega viðburðarí­k. Held að það sé ekkert tí­mabil á ævinni sem ég man í­ jafnmiklum smáatriðum og þessar fyrstu vikur. Fyrsta ví­deóspólan sem við leigðum var Kiss of the Spider Woman – sem var talsvert úr karakter miðað við draslið sem annars var boðið upp á í­ Bónusví­deói í­ ínanaustum.

Einhvers staðar í­ vinnutölvunni á ég lí­ka alla tölvupóstana frá þessum sí­ðustu tveimur vikum í­ nóvember, sem flakka á milli þess að vera hálfkauðskt daður og óskaplega vandræðalegar samningaviðræður um hvort við ættum að elda saman kvöldmat eða hittast bara seinna um kvöldið – helst þá á Næsta bar, sem var félagsheimilið 3-4 kvöld í­ viku.

Held að ég hafi aldrei lent í­ stærri sálarangist en þegar komið var fram í­ miðjan desember. Hversu stóra gjöf gefur maður sex vikna gamalli kærustu? Mig minnir að ég hafi endað á að teyma Þóru systur með í­ ilmvatnskaup. Steinunn var töffaralegri. Hún gaf mér Litla prinsinn, bók sem vantaði tilfinnanlega í­ bókaskápinn. Núna eigum við tvær.

Fimm árum seinna sit ég á Mánagötunni og hlusta á Echo & the Bunnymen og drekk Highland Park – eins og yfirleitt þegar ég er í­ væmnu skapi. Þótt Norðurmýrinn sé talin vafasamt hverfi hef ég aldrei orðið var við óða sveðjumenn sem keyra á bí­lskýlishurðir. Held að nágrannarnir séu heldur ekki jafngefnir fyrir að berja konurnar sí­nar og leiðindagaurinn á Hringbrautinni, sem var stökkt á flótta af í­talska folanum (saga sem bara elstu lesendur þessa bloggs kveikja á).

Það er fí­nt að vera vera ástfanginn í­ Norðurmýri í­ skí­takulda í­ nóvember.