Hin nýja tíska stjórnmálanna

Jón Sigurðsson hefur, öllum að óvörum, komið af stað nýrri tí­skubylgju í­ stjórnmálaheiminum.

Um daginn kom Jón fram og lýsti því­ yfir að þvert á það sem flokksmenn hefðu haldið fram, hefði stuðningurinn við íraksstrí­ðið verið rugl og nú væri kominn tí­mi til að hætta að berja höfðinu við steininn og viðurkenna staðreyndir málsins. – Þessu höfðu raunar flestir gert sér grein fyrir í­ meira en þrjú ár, en það var samt ágætt að heyra formanninn viðurkenna þetta.

Á kjölfarið komu forystumenn Samfylkingarinnar fram og lýstu því­ yfir að þvert á það sem flokksmenn hefðu haldið fram, hefði flokkurinn glataður og fyrirlitinn af flestum og nú væri kominn tí­mi til að hætta að berja höfðinu við steininn og viðurkenna staðreyndir málsins. – Þessu höfðu raunar flestir gert sér grein fyrir í­ meira en sjö ár, en það var samt ágætt að heyra þau viðurkenna þetta.

Annars vöktu þessar umræður upp minningar um eina af uppáhaldsgreinunum mí­num af Múrnum, frá árinu 2000. Þar er Steini í­ miklu stuði:

Slagorð Samfylkingarinnar er jafnframt kjarni pre-módernismans: „Það sem er, það er ekkert að marka.“ Nútí­minn er ekki núna heldur bráðum. Núverandi ástand skiptir ekki máli af því­ að það á eftir að verða allt öðruví­si. Allt mun gjörbreytast og þá þarf að skilgreina, gera skýrslur, vinna úttektir og hugsa upp á nýtt. Veruleiki dagsins í­ dag skiptir ekki meira máli en tilvist hvers annars norsks blökkusví­ns í­ einangrunarstöðinni í­ Hrí­sey.

Hvað skyldi annars hafa orðið um norska blökkusví­nið?

# # # # # # # # # # # # #

íðan hitti ég Bjarna Fel í­ Nóatúni, við heilsuðumst og skiptumst á nokkrum orðum – þar sem hann spurði mig m.a. um hvort einhver kökutegund væri ekki bragðgóð.

Þetta samtal fannst mér sérstaklega skemmtilegt í­ ljósi þess að ég er nýlega búinn að skila af mér greinarstubbi í­ sögu Melaskóla þar sem ég rakti einmitt það stóra skref ungs drengs árið 1986 að reyna að hringja í­ Bjarna Fel.

# # # # # # # # # # # # #

Á kvöld fór ég í­ heitt bað og las á meðan í­ Dilbert-bókinni sem ég fékk lánaða hjá Sverri Jakobs og skilaði aldrei. Það er vandaverk að lesa í­ baði og því­ skynsamlegt að nota annarra manna bækur við þá iðju.

Þetta er bókin Dilbert Future sem samanstendur bæði af teikningum og texta höfundarins. Alltaf finnst mér jafnfurðulegt að lesa lokakaflann, þar sem höfundurinn lýsir heimsóknum sí­num til spámiðla og furðulegum hugmyndum um hvernig beita megi hugaraflinu til að hafa áhrif á framrás atburða – og þegar rennur upp fyrir lesandanum að höfundinum er full alvara.

# # # # # # # # # # # # #

Ólí­na er með hita, eyrnabólgu og að taka tennur. Það er mikið grátið á Mánagötunni og mikið horft á Bubba Byggi, Múmí­nálfana og Magga mörgæs. Á morgun byrjar Steinunn í­ heimaprófi, svo ég verð talsvert heimavið að sinna pestargemlingnum. Litla skinnið.