Á Blaðinu í morgun skrifar Bjrögvin G. Sigurðsson grein um Suðurlandsveg. Hún ber yfirskriftina: Tafarlaus tvöföldun þolir enga bið. Nú hefði ég haldið að það lægi í skilgreiningu hugtaksins tafarlaust að það sem til umræðu væri þyldi enga bið – en ekki ætla ég að rífast við manninn sem skrifaði hinn eftirminnilega pistil Orð eru dýr í Stúdentablaðið um árið.
Ef ég man rétt var sá pistill rammaður inn og hengdur upp á vegg í lesstofu framhaldsnema í íslensku í írnagarði á sínum tíma.