Sloppinn

Jæja, þá er tí­mafrekt verkefni að baki. Sí­ðustu vikurnar hef ég setið við og barið mig í­ gegnum fræðibækur sem tilnefndar voru til í­slensku bókmenntaverðlaunanna. Útkoman var ágæt og ansi nærri því­ sem orðið hefði ef ég hefði verið einráður. Þessi nefndarseta hefur hins vegar eyðilagt jólin fyrir mér í­ þeim skilningi að nú hlakka ég ekki til að sökkva mér oní­ eina einustu jólabók. Reyndar gæti ég ennþá lesið skáldsögur mér til skemmtunar, ef einhverjar spennandi eru í­ boði. Annars gætu þetta orðið jólin sem ég hundskast loksins til að lesa almennilega í­ gegnum bréfasafn langafa sem ég hef haft í­ mí­num fórum í­ mörg ár. Um daginn fékk ég hringingu frá eldri manni frá Tálknafirði, frænda mí­num, sem fór að spyrja mig úr í­ langafa. Ég þurfti að játa skammarlega fáfræði mí­na. – Jú, lí­klega eru þetta jólin til að bæta úr þessu. Annars lauk kvöldinu á því­ að ég hálfpartinn tók að mér verkefni sem kallar á enn meiri fræðibókalestur.