Staðan eftir þrjár umferðir er sú að Sigurður, Andrés og hr/frú D hafa ölla/allir hlotið 1 stig. Mér sýnist ekki rétt að gefa írmanni rétt fyrir ágiskunina Elisabeth Rehn í 2.spurningu, því Rehn virðist einfaldlega hafa tapað í fyrri umferð kosninganna og ekki komist í seinni umferðina – en Imelda Marcos lýsti yfir stuðningi við mótframbjóðanda í miðri kosningabaráttu eins og um var spurt.
Svarið við 3. spurningu var Ólöf „eskimói“ Sölvadóttir. Eru allir lesendur þessarar síðu hvattir til að lesa frábæra ævisögu hennar sem kom út fyrir nokkrum misserum.
Víkur þá sögunni að fjórðu spurningu:
Konan sem um er spurt ritaði þegar um miðjan níunda áratuginn greinar í blöð, s.s. DV og Þjóðlíf, þar sem hún varaði við yfirvofandi klámvæðingu samfélagsins. Hún tók undir með Germaine Greer sem taldi kynlífsbyltinguna gera allar konur að hórum í nafni frelsisins – og varpaði fram þeirri spurningu hvort tilkoma getnaðarvarnarpillunnar hafi ekki verið viðbrögð karlaveldisins við róttækum kvenfrelsishugmyndum í byrjun sjöunda áratugarins?
Konan sem um er spurt fékk að upplifa það í stjórnmálastarfi sínu að konur sætu ekki við sama borð og karlar – í bókstaflegri merkingu þeirra orða.
Beðið er um beðjunafn.