Að standa með annan fótinn

Að standa með annan fótinn í­ heitu vatni…

…en hinn í­ köldu er ví­st að meðaltali ágætt. – Mig minnir að þetta hafi upphaflega verið haft eftir ísmundi Stefánssyni, þáverandi ASí-formanni.

Sömu sögu má segja um mig núna. Ég bý á tveimur stöðum sem eru passlegir að meðaltali. Raunveruleikinn er hins vegar sá að á Hringbrautinni er ekkert nema rúm, sófi og sjónvarp – þannig að maður fyllist tómleikakennd eftir kortérsdvöl. Á Mánagötunni er hins vegar svo stappað af drasli, mublum, bókum og öðru tilheyrandi að mann sundlar við. Afleiðing: ég hangi bara í­ vinnunni.

Annars kom Steinnunn heim undir miðnætti í­ gær eftir fjögurra daga dvöl í­ írósum og Kristjaní­u. (Reyndar með öllu meiri áherslu á írósapartinn.) Ef marka má fyrstu fregnir hefur þetta verið bjórþambsferðin mikla. Ekki ber að lasta það. En nú taka við tí­mar aðhaldsaðgerða, þar sem blóðmör og lifrarpylsa mynda uppistöðuna í­ mataræðinu. A.m.k. ætti maður ekki að þurfa að drepast úr járnskorti.

* * *

Valur húsfélagsformaður hefur ekki gert neina alvöru úr hótun sinni um að fá samþykktar ví­tur á mig í­ húsinu fyrir að ætla að flytja í­ Valshverfið (sem stöðugt fleiri segja mér að sé ekki Valshverfi þar sem Valsarar hafi aldrei hætt sér yfir Miklubraut). Hann fær þó færi til þess sí­ðar í­ mánuðinum þegar húsfélagið fundar. Tilefnið: jú, stjórn félagsins leggur til að laun sí­n verði lækkuð til að rétta af þann fjárhagsvanda sem sí­ðasti aflestur Orkuveitunnar á heita vatninu hefur skapað. Hversu svalt er það? Talandi um ábyrga stjórnmálamenn!

Raunar hefur Palli haldið því­ fram að ég búi ekki í­ fjölbýlishúsi heldur þýsku elliheimili ef tekið er mið af fasí­skum tendensum húsfélagsins. – No dogs, no blacks, no Irish!

Annars er það af formanninum að frétta að á dögunum bað hann um að fá að nota sturtuna mí­na á meðan baðherbergið hans undirgengist viðgerðir. Var það talið auðsótt mál. Hefur nú liðið og beðið en ekki bankar Valur upp á með handklæði undir arminum. Verður ekki af því­ dregin önnur ályktun en að hann sé hættur að fara í­ bað. Ljótt, ljótt – sagði fuglinn!

* * *

Hádegisfyrirlestur í­ Norræna húsinu á eftir? – Tja, af hverju ekki. Vonandi verður þó ekki jafn stappað og á fundinum í­ Austurbæjarbí­ói í­ gær. Þar var kostulegt að sjá suma frambjóðendurna í­ prófkjöri Samfylkingarinnar mæta snemma, spí­gspora um salinn áður en dagskráin hófst, en standa svo alveg við dyrnar rétt áður en hún byrjaði til að geta sloppið út áður en ósköpin hófust.

Jamm