Síðbúið tuð

Það er kannski fullseint í­ rassinn gripið að kvarta yfir sjónvarpsdagskrá gamlárskvöldsins núna, en ég held að ég láti samt vaða: hvaða rugl var eiginlega í­ gangi hjá erlendu deildinni á fréttastofu Sjónvarpsins?

Það er gömul hefð að sýndur sé á gamlárskvöld annáll með helstu erlendu fréttum ársins. Það var ekki gert að þessu sinni.

Á staðinn var sýndur þáttur þar sem önnur hvor frétt fjallaði um Íslendinga í­ útlöndum eða langsótt tengsl Íslendinga við heimsfréttirnar. Dæmi:

* Íslenskir bissnesmenn halda partý í­ London og Tom Jones treður upp

* Extrabladet talar illa um Íslendinga

* Íslendingar kaupa West Ham

* Kynnir á Óskarsverðlaunahátí­ðinni segir brandara um Björk

* Nokkrir Íslendingar rifja upp atburðina 11. september 2001

* Íslendingar gefa út blað í­ Danmörku

* Íslendingar veiða hvali, sumir útlendingar foxillir

– Stundum var ómögulega hægt að koma með í­slenska vinkilinn á erlend stórtí­ðindi, en það var þá bætt upp með því­ að rifja upp hvernig Bogi ígústsson eða Páll Magnússon fluttu þjóðinni viðkomandi frétt á Sjónvarpinu.

Hafi kjánahrollurinn yfir þjóðhverfunni í­ þessum meinta erlenda annál ekki verið nægur, þá toppaði afkynningin allt. Þar voru spilaðar „hnyttnar upptökur“ af fréttamönnum að mismæla sig – flestar upptökurnar voru frá undirbúningi kosningasjónvarpsins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í­ vor. Það var kannski ágætla viðeigandli miðað við annað í­ þessum „útlensku“ fréttum.

# # # # # # # # # # # # #

Paul og Claire komu í­ mat í­ kvöld. Við keyptum sesam-bleikjuna í­ Fylgifiskum, sem er alltaf pottþétt redding ef maður vill góðan mat án þess að hafa tí­ma til matargerðar. Reykt silungasalat var meðlæti.

Fyrr um daginn hafði Paul gaukað því­ kurteislega að mér að þau hjónin væru lí­tið gefin fyrir sjávarfang. Hann borðar t.d. helst ekki skelfisk. Ég hlustaði ekkert á það og benti honum á að hann væri greinilega of vanur Sellafield-menguðum smásí­lum úr írska hafi. Það fór lí­ka svo að þau hámuðu í­ sig bleikjuna og eru strax farin að manna sig upp í­ að borða fisk á veitingastöðunum í­ ferðinni.

Hví­tví­nsdrykkjan yfir matnum reyndist ágætis undirbúningur fyrir fótboltasprikl kvöldsins. Ég raðaði inn mörkum – en það skal viðurkennt að ég skokkaði nú ekki mikið til baka í­ vörnina.

# # # # # # # # # # # # #

Nú má Moggabloggið sko fara að gæta sí­n. Palli er búinn að setja upp flestarallar Kaninku-sí­ðurnar, s.s. þeirra Steinunnar, Sverris og Kolbeins.

Kjöldrögum Moggabloggið einu sinni, eldsnemma að morgni!