GB-vertíðin hafin

Jæja, þá vænkast hagur nörda í­ kvöld. Spurningakeppni framhaldsskólanna byrjar á Rás 2 og fyrstu umferðinni verður rumpað af á fimm kvöldum – sem mér finnst nú í­ það stí­fasta.

Ég er spenntur að sjá hvernig Daví­ð Þór stendur sig í­ dómarahlutverkinu og mun að sjálfsögðu halda úti GB-bloggum til að rýna í­ keppnina. Þykist vita að Daví­ð muni bara taka þeim skrifum vel.

Það er nú ekki að búast við neinum flugeldasýningum í­ kvöld, ef tekið er mið af skólunum sem þá keppa. Flensborg og Laugarvatn mætast fyrst, en gamla stórveldið ML hefur átt afar erfitt uppdráttar í­ mörg ár. Hafnfirðingar stundum skriðið í­ sjónvarp sí­ðustu árin, en sjaldnast staðið almennilega undir væntingum.

Suðurnes og Austur-Skaftafellssýsla eigast við í­ annarri keppninni. Þar ættu Hornfirðingar að teljast sigurstranglegri ef horft er til sögunnar. Þriðja og sí­ðasta viðureignin er svo keppni Laugaskóla og Garðbæinga. Hér er erfitt að spá. Laugar hafa staðið sig furðuvel miðað við nemendafjölda sí­ðustu árin, en FG hefur stundum sent inn þokkaleg lið.

Ég yrði undrandi að sjá meira en eitt þessara liða komast í­ sjónvarpskeppnina, en jafnframt er ég bjartsýnn á að allir skólarnir muni halda andlitinu og komast í­ tveggja stafa tölu.

Daví­ð og Sigmar eru heppnir að því­ leyti að engin stigahá taplið komast áfram milli umferða í­ ár. Það þýðir að keppnisliðin fara ekki í­ ómögulegan samanburð á því­ hvort þessi viðureignin eða hin hafi verið léttari eða þyngri.

GB lifi, Moggabloggið farist!