WBA tekur á móti Luton í beinni útsendingu á Sky á föstudagskvöld. Það verður væntanlega síðasti deildarleikurinn okkar á þessu tímabili á þeirri stöð. Þó það sé ekki búið að kynna dagskránna til vors er fátt við stöðu liðsins í deildinni sem bendir til að sýnt verði meira frá okkur.
Ekki gekk það heldur eftir að seinni leikurinn við QPR yrði sýndur á þriðjudagskvöldið kemur. Þess í stað verður sjónvarpað frá viðureign Manchester City og Sheff. Wed. Kemur kannski ekki á óvart.
En QPR-leikurinn hefur hins vegar fengið aukið mikilvægi eftir að tilkynnt var að viðureign sigurvegarans þar gegn Blackburn í 4. umferð, verði sýndur beint á BBC laugardaginn 27. janúar. Það þýðir 150 þús. pund í kassann – og mikla athygli. Það eru því talsverðir hagsmunir í húfi.
# # # # # # # # # # # # #
Sögusýning Landsbankans í gömlu Moggahöllinni er býsna skemmtileg. Sérstaklega var ég hrifinn af líkaninu sem sýnir Reykjavík eftir brunann 1915. Þetta hafa verið magnaðar hamfarir.
Megi Moggabloggið farast í eldhafi.