Þorgils Óttar

Baldur bekkjarbróðir minn og stórvinur í­ Melaskólanum sankaði að sér í­þróttavörum. Þegar við vorum ellefu eða tólf ára pattar eyddum við löngum tí­ma í­ Spörtu, Boltamanninum og fórum jafnvel í­ Útilí­f í­ Glæsibæ til að skoða alls konar fótboltaskó, treyjur, bolta o.s.frv.

Ég eyddi sparifénu í­ teiknimyndasögur. Baldur hamstraði hins vegar takkaskó, tennisspaða og átti meira að segja sundknattleiksbolta! Hann átti lí­ka kynstrin öll af hlí­fum. Auðvitað þurfti hann ekkert á öllum þessum hlí­fum að halda – enda tólf ára og laus við öll í­þróttameiðsl. Mig grunar að aðdáun okkar á Þorgils Óttar Matthiesen hafi ráðið meiru um þessi kaup. Þorgils Óttar var innpakkaður í­ hvers kyns hlí­fðarbúnað.

Ég hef aldrei átt neina hlí­f, en nú gæti verið tí­mabært að breyta því­. Ökklinn heldur áfram að ergja mig.

Því­ spyr ég: hvar kaupi ég mér almennilega ökklahlí­f – og hvað þarf að hafa í­ huga við slí­k innkaup?

# # # # # # # # # # # # #

Á morgun þurfti ég að moka út bí­linn minn. Starfsmenn borgarinnar ruddu Skarphéðinsgötuna um helgina, en ýttu snjónum upp að bí­lunum í­ götunni og bjuggu til miklar torfærur. Nær væri að moka yfir Moggabloggið.