Verkfræðistelpulanglokan Það er ekki lítið

Verkfræðistelpulanglokan

Það er ekki lí­tið hvað bloggheimar hafa náð að nötra út af þessum ummælum hennar Rósu jafnréttisfulltrúa varðandi verkfræðina og stelpurnar. Manni skilst að fólk hafi verið froðufellandi af bræði á fundinum sem haldinn var um málið og að fundarstjóri hafi mátt hafa sig allan fram að hafa stjórn á fólki. Það er kostulegt. Hversu lí­klegt telja menn að hægt væri að æsa stúdenta svona mikið upp út af t.d. stúdentapólití­k? Ættu stúdentar ekki alltaf að vera æstir og öskra hver á annan á fundum? – Það finnst mér a.m.k.

En það er þó einn flötur á þessu máli sem mér finnst ekki hafa verið velt upp. Vissulega hafa verkfræði- og raungreinanemarnir á réttu að standa varðandi það að jafnréttisfulltrúinn sé fastur í­ stöðluðum kynjaí­myndum þegar hún segir „stelpur vera hræddar við stærðfræði“, en hins vegar einkennast viðbrögð hinna verðandi verkfræðinga af feykilegum fordómum í­ garð hug- og félagsví­sinda.

Höfum eitt á hreinu: Rósa jafnréttisfulltrúi stakk ekki upp á því­ að verkfræðinámið yrði gert léttara – heldur að vægi hug- og hélagsví­sindagreina yrði aukið í­ náminu. (Ef hægt er að tala um „aukningu“ þar sem ekkert var fyrir.) Það eru hins vegar stúdentarnir í­ verk- og raun sem hafa slegið því­ föstu að með því­ væri verið að létta námið. Þessi ályktun ber hins vegar vott um mikla fordóma og vanþekkingu.

Nú þekki ég ágætlega til verkfræði- og raungreinanema af báðum kynjum – jafnt þeirra sem telja má toppnámsmenn, miðlungs eða í­ slakara lagi. Á grunni þeirra kynna leyfi ég mér að fullyrða að besta leiðin til að gera þeim lí­fið leitt og demba á þá flóknum verkefnum er EKKI að bæta við eða þyngja stærðfræðina eða eðlisfræðina heldur þvert á móti að pí­na þá í­ nokkra hugví­sindakúrsa. – ístæðan er einföld, þessir nemendur eru góðir í­ að reikna og munar ekki svo mikið um að taka á sig aukaverkefni þar. Hins vegar eru þeir algjörlega óvanir þeim vinnubrögðum sem tí­ðkuð eru handan Suðurgötu, t.d. varðandi það að semja ritgerðir, beita fjölda ritheimilda og grí­pa til kenninga.

Þegar ég var í­ náminu í­ Edinborg kynntist ég slatta af krökkum sem voru að vinna að meistara- og doktorsrannsóknum í­ hinum ýmsustu greinum, s.s. lí­fefnafræði, byggingartækni steypuframkvæmda (ekki spyrja…) og stærðfræði. Þetta var undantekningarlí­tið eldklárt fólk sem var að fara að ráða sig á rannsóknarstofur í­ London, ganga í­ störf í­ háskólum eða fara til stórfyrirtækja. Þau voru kattliðug í­ öllum útreikningum og unnu í­ tilraunastofunum myrkranna á milli. Það var hins vegar ekki vinnan í­ labbinu sem olli þeim hugarangri, heldur sú raun að þurfa að skrifa inngangskafla að ritgerðunum sí­num. Þegar komið var út í­ töflurnar og lí­nuritin gekk allt vel, en textinn í­ kringum innganginn og í­ rannsóknarniðurstöðunum var kvöl og pí­na. – Og hver er mórallinn með þessari sögu? Að verkfræði- og raungreinanemar séu slakari námsmenn en liðið í­ félagsví­sindunum? Auðvitað ekki! Hins vegar er bakgrunnur manna misjafn og mismunandi svið sem fólk er sterkast á.

Þar af leiðir, að það er mikill misskilningur hjá þeim sem pönkast hvað mest á Rósu greyinu fyrir hálfóheppileg ummæli sí­n að aukin hugví­sindi í­ verkfræðideildinni myndu leiða til þess að námið yrði léttara. Hætt er við að eftir nokkra inngangskúrsa í­ félagsfræði, sagnfræði og heimspeki yrðu sömu nemendur fljótir að heimta meiri stærðfræði á nýjan leik.

Hvort þetta yrði hins vegar leiðin til að fjölga stelpum í­ verkfræði eða hvort æskilegt væri að gera það á þennan hátt er svo annað mál og verður ekki rætt hérna.

Jamm