Nýr Reykjavíkurlisti?

Sú almenna regla gildir í­ félagsstörfum að aðalfundir eða félagsfundir sem taka eiga meiriháttar ákvarðanir eru boðaðir með góðum fyrirvara – meðal annars með það fyrir augum að félagsmenn sem búa langt í­ burtu eigi þess kost að mæta. Félagssamtök sem starfa á landsví­su geta ekki leyft sér að boða fundi á sí­ðustu stundu og ætlast til þess að allir geti mætt.

Framtí­ðarlandið boðar fund sem taka á ákvörðun um þingframboð með tveggja sólarhringa fyrirvara. Á því­ felast afar skýr skilaboð: Framtí­ðarlandið er félag höfuðborgarbúa og þykist ekki einu sinni hafa skí­rskotun út á land. Það er mjög slæm byrjun á framboði sem snýst að verulegu leyti um atvinnumál landsbyggðarinnar.

En úr því­ að svona er í­ pottinn búið, væri þá ekki fí­nt (og í­ anda umhverfisverndar) að endurnýta nafnið „Reykjaví­kurlistinn“? Ég er viss um að hægt væri að grafa upp einhver gömul plaköt, barmmerki og lí­mmiða sem fengjust fyrir slikk.

# # # # # # # # # # # # #

Barnið er komið með hlaupabóluna. Þeir sem vilja fá þennan fí­na stofn lánaðan geta komið með afkvæmin í­ heimsókn á Mánagötuna.

Megi Moggabloggið fá hlaupabóluna – og klóra sig til óbóta!