Bólusótt

Á laugardaginn heldur félag um 18. aldar fræði málþing um bólusótt. Dagskráin er grí­ðarlega spennandi og ég stefni að því­ að sjá nokkra fyrirlestra.

Er að lesa mér aðeins til um bólusótt, svona til að hita upp. Viðurkenni þó að það er hálfónotalegt að lesa þetta á sama tí­ma og barnið liggur heima með hlaupabólu.

Það er stundum misauðvelt að búa til formælingar í­ garð Moggabloggsins sem tengjast efni bloggfærslanna minna – en ég held að það hafi þó aldrei verið jafnlétt og að þessu sinni: Megi Moggabloggið hreppa þá bitru bólusótt!

* * *

Viðbót: Rakst á frásögn um að 20 þúsund manns hefðu fallið í­ bólusóttarfaraldri á Íslandi á þrettándu öld, sem borist hafi með dönsku skipi. Heimildin fyrir þessu er sögð Edwardes, E.J. í­ British Medical Journa (1902)l, ii, s.27-30. – Hver skyldi vera upphaflega heimildin fyrir þessari dularfullu staðhæfingu?