Jafntefli gegn Stók

Það er taugatrekkjandi að halda með fallbaráttuliði. Sat frá klukkan þrjú til hálf fimm og góndi á tölvuskjáinn að fylgjast með gangi mála í­ öllum fallbaráttuleikjum dagsins. Fjögur af sex liðum við botninn voru að spila. Við náðum jafntefli, hin þrjú töpuðu öll.

Fallbaráttan í­ næstefstu deildinni er einhver sú jafnasta sem ég man eftir. Þrjú stig skilja á milli botnliðsins og sjötta neðsta liðsins. Fleiri lið gætu dottið niður í­ fallbaráttuna ef þau passa sig ekki, s.s. Coventry og jafnvel Burnley.

Leeds, Southend og Barnsley eru sem stendur í­ fallsætunum, en Luton, Hull og QPR eru öll stigi frá því­ eða þaðan af minna. Úr því­ að ég er búinn að leggja stigatöfluna á minnið strax í­ febrúar, verð ég orðinn gjörsamlega viðþolslaus í­ vor.

Við VERíUM að hanga uppi í­ ár! Það skiptir einfaldlega öllu fyrir félagið, sem er að reyna að fá byggingarleyfi fyrir nýjum 22 þús. manna velli. Hvort við fáum þennan leikvang mun ráða úrslitum um það hvort Luton Town heldur áfram að vera í­ röð 50 sterkustu félaganna í­ Englandi eða hvort við verðum jójó-lið milli 3ju og 4ðu efstu deildar.

Ég get varla beðið e. Sheff. Wed. leiknum á þriðjudag.

# # # # # # # # # # # # #

Er hundveikur með ljótan hósta og hitavellu. Giskiði þrisvar hver mér finnst frekar að ætti að vera með flensu…