Taugaveiklun

Óskaplega er stuttur þráðurinn í­ sumum Samfylkingarmönnum um þessar mundir. Framboð Íslandshreyfingarinnar fer óstjórnlega í­ taugarnar á fólki þar á bænum – meðan aðrir flokkar halda stillingu sinni. Þetta er sérkennilegt þar sem t.d. Frjálslyndi flokkurinn, VG og Sjálfstæðisflokkurinn ættu allir að telja sér meira ógnað af þessu nýja framboði.

Össur Skarphéðinsson skrifaði enn eina makalausa næturgrein sí­na, þar sem hann húðskammar Margréti Sverrisdóttur fyrir að hafa ekki bitið á jaxlinn og farið í­ framboð fyrir Frjálslynda ásamt Jóni Magnússyni og liðinu úr Nýju afli. Er maðurinn að blogga drukkinn?

Hrannar B. Arnarsson er annar taugaveiklaður krati. Hann sendir út neyðarkall vegna þess að vondu kommarnir gætu komist til valda… Æ, það er ví­st óþarfi að hnýta sérstaklega í­ þetta. Best að setja bara tengil til að sem flestir geti skemmt sér yfir angistinni.

# # # # # # # # # # # # #

Spilaði fótbolta án ökklahlí­far í­ fyrsta skipti í­ margar vikur. Hlí­fin hefur staðið fyrir sí­nu, en það var ekki seinna vænna að gefa henni frí­, því­ ég var farinn að finna fyrir auknu álagi á hinn ökklann vegna þess hvað álagið var ójafnt.

En nú er stormsenterinn sem sagt snúinn aftur – tví­efldur!

# # # # # # # # # # # #

Um helgina verða framleidd barmmerki fyrir kosningabaráttuna – og það ekki í­ litlu magni. Það mun þýða auma putta á mánudegi.

Megi Moggabloggið skera sig á pappí­r, stinga sig á nælum og merja fingurinn með þungri merkjapressu!