The Christians

Soul-bandið The Christians komu til Íslands fyrir u.þ.b. 15 árum sí­ðan, á að giska. Það var á þeim árum þegar allar erlendar hljómsveitakomur vöktu mikla athygli og lög sveitanna voru spiluð von úr viti í­ útvarpinu.

The Christians áttu einn stóran hittara hér heima – Words. Gott ef lagið var ekki sí­ðar notað í­ auglýsingaherferð einhvers í­slensks stórfyrirtækis, sem eflaust hefur hlunnfarið listamennina.

Um daginn sló ég The Christians upp í­ Wikipediunni og komst þá að því­ að þeir Christians-félagar eru engin sérstök guðslömb. Þrí­r þeirra voru bræður – með ættarnafnið Christian og sá fjórði hét hvorki meira né minna en Henry Christian Priestman.

Athyglisvert er að Words er ekki nefnt í­ Wikipediu-færslunni og ef leitað er í­ YouTube, má þar finna ýmis önnur myndbönd með sveitinni en aðeins eitt – og það nokkuð sérkennilegt myndband – með Words. Voru vinsældir þessa lags e.t.v. bundnar við Ísland?

Megi Moggablogginu verða orða vant.