Á morgun kl. 14 verður aðalfundur Friðarhúss SHA ehf. haldinn í Friðarhúsi. Einu hlutabréfin sem ég á eru í þessu félagi. Vonin um arðgreiðslur er lítil, en félagsskapurinn þeim mun betri.
Það eru u.þ.b. 210 hluthafar í félaginu og við höfum viljað trúa því að þetta sé þar með fjölmennasta einkahlutafélag á Íslandi. Veit einhver um fjölmennara félag þessarar tegundar?
Ekki er búist við tíðindamiklum fundi. Stjórnin hefur staðið sig frábærlega síðasta árið. Tekjur félagsins eru meiri en vonast hafði verið til og hlutabréfasalan gengur vel. Vonir standa til að á næsta starfsári verði farið langt með að greiða upp allar skuldir við bankastofnanir. – Er það ekki þannig sem ríkisstjórnin og Seðlabankinn vilja að maður geri í þenslunni, greiði niður skuldir? Legg til að Geir Haarde og Davíð Oddsson veiti SHA viðurkenningarskjal fyrir stuðning sinn við efnahagsstefnuna.
# # # # # # # # # # # # #
Á kvöld mun Luton væntanlega falla endanlega niður um deild og það í beinni útsendingu á útivelli gegn Derby. Ég hef eiginlega ekki hjarta í mér til að mæta og horfa á það gerast.
# # # # # # # # # # # # #
Fjölskyldan fór í Bónus og verslaði inn fyrir næstu daga og afmælisveislu barnsins um helgina. Þegar heim var komið rifjaðist upp hvers vegna maður á alltaf að lesa dagsetningarnar á vörum í Bónus. Saltaða hrossakjötið var komið 10 daga framyfir síðasta söludag.
Megi Moggabloggið éta úldið hrossakjet.