Baráttusamtök aldraðra og öryrkja (og til skamms tíma flugvallarandstæðinga) segjast vera hætt við að bjóða sig fram til þings í vor í NA-kjördæmi. Þetta hafa allir fjölmiðlar étið upp.
Nú er ég ekki með kosningalögin nákvæmlega í kollinum – en þetta fæ ég ekki séð að gangi upp. Framboðinu var skilað inn á réttum tíma og nú er framboðsfrestur útrunninn og landskjörstjórn búin að birta auglýsingu um framboðin.
Það er ekkert sem heimilar framboðum að draga sig til baka með þessum hætti og eðlilegt að líta svo á að það sama gildi um heil framboð og t.d. einstaklinga sem ekki geta sagt sig af lista eftir að framboðsfrestur er liðinn. Það eru dæmi um að fólk hafi þannig setið á listum gegn eigin vilja og það sama gildir væntanlega nú. Baráttusamtökin eru í framboði hvort sem þeim líkar betur eða verr.
Megi Moggabloggið festast í lagaflækjum.