Getur verið að barnasögur Thorbjörns Egners stjórni aðgerðum íslenskra lögregluyfirvalda?
Nú hefur hópur sígauna verið sendur úr landi, að því er virðist fyrir að spila á harmonikku fyrir utan súpermarkaði. Sjálfur hef ég gefið þessum sultarlegu músíköntum eitthvað klink í nokkur skipti og geri því fastlega ráð fyrir að verða kallaður til yfirheyrslu.
Annars upplýsir lögreglan að hana gruni að Rúmenahópurinn hafi átt að undirbúa komu glæpagengja til landsins. Hvernig undirbýr maður komu glæpagengis með harmonikku að vopni? Spilar maður kannski svo seiðandi og dáleiðandi tónlist að fórnarlömbin leggja frá sér veskin eða gleyma að læsa bílunum sínum?
Nei, ætli skýringuna sé ekki að finna í Kardimommubænum? Hvað störfuðu Kasper, Jesper og Jónatan áður en þeir leiddust út á braut glæpa? Jú, þeir voru tónlistarmenn!
Megi ljónið úr Kardimommubænum bíta af Moggablogginu stórutána.