Vegtyllur

Merkilegt hvað tí­minn flýgur. Núna er ár liðið frá því­ að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur náðu völdum í­ Reykjaví­k. Meðal þess fyrsta sem nýi meirihlutinn framkvæmdi, var að skipta upp menntaráðinu og stofna sérstakt leikskólaráð. Þetta taldi minnihlutinn hina fáránlegustu ráðstöfun. Samfylkinginarfulltrúarnir voru í­ þeim hópi sem hafði hvað hæst – og héldu því­ fram að ekki væru fagleg rök fyrir ákvörðuninni, heldur væri einungis verið að búa til embætti fyrir Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur borgarfulltrúa og formann nýja ráðsins.

Ójá.

Að öðru og algjörlega óskyldu máli – ég óska Björgvin G. Sigurðssyni og ígústi Ólafi ígústssyni til hamingju með ráðherrastólinn og nefndarformennskuna í­ nýja ráðuneytinu.

# # # # # # # # # # # # #

Á dag er Sjómannadagurinn. Að því­ tilefni mætti kjöldraga Moggabloggið.