Gula hættan

Lögrétta, 16. júní­ 1915:

…Það eru Kí­nverjar og Japanar, sem við er átt – gulu mennirnir. Hættan sem vestrænum þjóðum stafar af þeim, hefur verið nefnd „gula hættan“.

Kí­nverjar eru þriðjungur allra í­búa jarðarinnar, eða um það bil. En þetta afskaplega þjóðarbákn hefur verið friðsamt, óáleitið við aðrar þjóðir, að öllum jafnaði. Ef þeir hefðu verið látnir einir um hituna, er lí­klegt, að þeir mundu um marga mannsaldra láta sjer nægja að búa að sí­nu og lifa sí­nu eigin lí­fi, án þess að ásælast það, sem aðrir menn eiga. En nú er orðið nokkuð langt sí­ðan, að auðmenn vesturlandahafa að fullu komið auga á það, hve afskaplegir gróðavegir séu í­ landi, sem er gætt jafnmiklum auðæfum frá náttúrunnar hendi eins og Kí­na, og þar sem manngrúinn er jafnframt svona mikill. Og um 50 ár hafa ýmsar þjóðir lagt kapp á að ná hinum og öðrum gróða-hlunnindum þar í­ landi – stundum ekki með sem göfugmannlegustum hætti.

Enn verður ekkert um það fullyrt, hvað úr Kí­nverjum mundi verða, ef þeir yrðu neyddir inn í­ hringiðu auðs- og valdakapps. Japanar eru smáþjóð í­ samanburði við Kí­nverja, um 50 milljónir, en Kí­nverjar langt yfir 400 milljónir. Fyrir tveim mannsöldrum voru Japanar nægjusamir, listfengir, friðsamir menn. Nú eru þeir orðnir sú þjóð, sem hví­tum mönnum stendur mest ógn af. Sí­ðan þeir komust að fullu inn í­ hina óhenjulegu áfergjuleit eftir auðnum og eftir sigurvinningar (svo) þeirra á Rússum og Kí­nverjum, virðist hafa komist inn hjá þeim sannfæring um það, að þeim sje ætlað að drottna yfir jörðinni.

– Jahá!

Megi Moggabloggið verða fyrir rangsleitni gulu mannanna!