Skynsemi

Alex Salmond forsætisráðherra minnihlutastjórnarinnar í­ Skotlandi er einn þeirra stjórnmálamanna sem ég hef mestar mætur á. Þegar ég var í­ Edinborg fylgdist ég mikið með pólití­kinni og það gat verið unun að horfa á hann pakka saman andstæðingum sí­num í­ kappræðum.

Sprengjutilræðin í­ Glasgow hafa vitaskuld haft grí­ðarleg áhrif á Skota. Við slí­kar aðstæður er alltaf hætta á að stjórnmálamenn reyni að slá sig til riddara með því­ að kalla eftir billegum patentlausnum, auknu eftirliti og afnámi mannréttinda. Raunar má segja að slí­k viðbrögð hafi verið regla frekar en undantekning á sí­ðustu árum. Eflaust muna margir eftir ummælum Össurar Skarphéðinssonar um nauðsyn þess að koma á lögreglurí­ki strax eftir 11. september 2001.

Salmond fór hins vegar ekki á taugum við sprengingarnar. Hann varaði menn við því­ að hrapa að ályktunum og sagðist ekki sjá neina ástæðu til að gefa lögreglu auknar heimildir til að halda fólki lengur án ákæru en núverandi lög heimila. Salmond fær mitt hrós. Betur að við ættum fleiri slí­ka stjórnmálamenn vestan hafs og austan.