Hvað er til ráða þegar liðið manns tapar fyrir Hafnarfjarðarhaukum í fótbolta?
Jú, það er hægt að dreifa huganum með því að hlusta á reffilegt menntaskólapönk. Love Your Money með Daisy Chainsaw. Síðasta vínilplatan sem ég keypti mér var einmitt með þessu lagi árið 1991 eða 92. Þetta var mikið spilað þá um veturinn.
Daisy Chainsaw er löngu hætt, en lifir þó áfram í Queen Adreena. Það er ekki að heyra að mikið hafi breyst á þessum fimmtán árum. „Pull me under“, þriðja lagið sem þarna má hlusta á, hljómar eins og dæmigert DC-lag.
# # # # # # # # # # # # #
Á föstudaginn kemur verð ég spyrill í spurningakeppninni á Grand rokk. Þangað mæta allir góðir menn. Keppnin hefst kl. 17:30. Meira plögg síðar.
# # # # # # # # # # # # #
Megi Moggabloggið stíga á naglaspýtu.