Meira pönk

Hvað er til ráða þegar liðið manns tapar fyrir Hafnarfjarðarhaukum í­ fótbolta?

Jú, það er hægt að dreifa huganum með því­ að hlusta á reffilegt menntaskólapönk. Love Your Money með Daisy Chainsaw. Sí­ðasta ví­nilplatan sem ég keypti mér var einmitt með þessu lagi árið 1991 eða 92. Þetta var mikið spilað þá um veturinn.

Daisy Chainsaw er löngu hætt, en lifir þó áfram í­ Queen Adreena. Það er ekki að heyra að mikið hafi breyst á þessum fimmtán árum. „Pull me under“, þriðja lagið sem þarna má hlusta á, hljómar eins og dæmigert DC-lag.

# # # # # # # # # # # # #

Á föstudaginn kemur verð ég spyrill í­ spurningakeppninni á Grand rokk. Þangað mæta allir góðir menn. Keppnin hefst kl. 17:30. Meira plögg sí­ðar.

# # # # # # # # # # # # #

Megi Moggabloggið stí­ga á naglaspýtu.