Bolabrögð

Skarpir lesendur þessarar sí­ðu kunna að hafa tekið eftir því­ að ég er hættur að hnýta í­ Moggabloggið í­ lok hverrar færslu. ístæðan er einföld. Moggabloggið hefur runnið svo rækilega á trýnið að það er lí­til ástæða til að hafa af því­ sérstakar áhyggjur meir.

Anna Kristjánsdóttir hefur þó varpað fram ágætri samsæriskenningu á sí­ðunni sinni. Samkvæmt henni hef ég tekið upp kafbátahernað gegn Moggablogginu til að rýja það endanlega öllu trausti – í­ því­ skyni hafi ég búið til ofurbloggarann Bol Bolsson, sem mun vera vinsælasti Moggabloggarinn um þessar mundir eða „Styrmir Gunnarsson netheima“.

Þetta er áhugaverð kenning, en getur varla verið á rökum reist. Eða hvað…?