Skosk pólitík

Eins og glöggir lesendur þessarar sí­ðu vita, er ég aðdáandi Alex Salmond, leiðtoga SNP í­ Skotlandi og núverandi forsætisráðherra Skotlands. Ég tel Salmond vera einhvern öflugasta ráðamann í­ Evrópurí­ki í­ dag – ef ekki þann öflugasta.

Samt fer maður nánast hjá sér við að lesa aðra eins lofrullu og sjá má í­ leiðara The Independent um Salmond í­ dag. Mæli með þessari lesningu og fleiri tengdum greinum um skosku stjórnina fyrir áhugamenn um bresk stjórnmál. Það er nefnilega margt til í­ því­ sem ritstjóri Independent skrifar að sterk staða SNP er í­ dag helsti tálminn í­ vegi þess að Gordon Brown efni strax til þingkosninga. SNP hefur ekki minna að segja en íhaldsflokkurinn í­ reiknidæmi breska forsætisráðherrans.