Ceausescu og Ólafur Ragnar

Vef-Þjóðviljinn endurvinnur gamla grein sí­na um Ólaf Ragnar Grí­msson og heimsókn hans til Ceausescu í­ Rúmení­u árið 1984. Sjaldan er góð ví­sa of oft kveðin og það allt – enda er Vef-Þjóðviljinn yfirleitt skemmtilegastur þegar hann leggst í­ sagnfræðigrúsk.

1984 var gott ár hjá Ceausescu karlinum, þótt það hafi verið skí­tt fyrir þegnana. Það má halda því­ fram með nokkrum rökum að á fyrri hluta ní­unda áratugarins hafi Rúmení­a verið það land Austur-Evrópu sem verst var stýrt (og eru þó ýmsir um hituna í­ baráttunni um þann titil). Öryggislögreglan og leyniþjónustan voru óvenju fantalegar. Hagkerfið var í­ skralli og stórir hlutar landsins ótrúlega vanþróaðir í­ efnahagslegu tilliti. Bruðlið við hirð Ceausescus var mikið á sama tí­ma, þótt smekkví­sin hafi ekki verið í­ samræmi við það. Á góðri bók eftir Jon Ronson Them: Adventures with Extremists er t.d. magnaður kafli þar sem lýst er leynilegu uppboði á munum úr eigu einræðisherrans um 1990.

Eins geggjað og það kann að virðast í­ dag, hafði Ceausescu furðugóða í­mynd á Vesturlöndum einmitt á þeim tí­ma sem hann var að leggja land sitt í­ rúst. Skýringin var sú að stjórn hans rak þá stefnu að halda meira sjálfstæði gagnvart Sovétrí­kjunum en ýmis önnur Austur-Evrópurí­ki gátu eða kærðu sig um. Rúmenar voru eina aðildarrí­ki Varsjárbandalagsins sem ekki tók þátt í­ innrásinni í­ Tékkóslóvakí­u árið 1968 og virtust ótrúlega lengi fá að njóta þeirrar ákvörðunar í­ huga margra vestan járntjaldsins – jafnt hægri- og vinstrimanna.

1984 tóku Rúmenar þátt í­ Ólympí­uleikunum í­ Los Angeles, þótt mestöll austurblokkin sæti heima. Sama ár var mikið deilt um skamm- og meðaldrægar kjarnaflaugar risaveldanna í­ Evrópu, þar sem Rúmenar neituðu að taka við sovéskum flaugum. Um svipað leyti ákvað stjórn Rúmení­u að greiða upp allar erlendar skuldir landsins á einu bretti. Þeirri ákvörðun var fagnað í­ Vestur-Evrópu (enda lánardrottnarnir þaðan) en minna var rætt um afleiðingarnar fyrir í­búa landsins sem látnir voru herða sultarólina.

Ceausescu fékk aðra heimsókn frá Íslandi árið 1984, þó Vef-Þjóðviljinn geti bara um ferð núverandi forseta. Á Morgunblaðinu þann 4. júlí­ sama ár er fjallað um ferð þingmannanefndar undir forystu Þorvaldar Garðars Kristjánssonar, forseta Alþingis og þingmanns Sjálfstæðisflokksins til fjölda ára, til Búkarest. Gefum Þorvaldi orðið:

„Það sem vakti sérstaka athygli mí­na var hvað Rúmenar leggja mikla áherslu á þjóðleg viðhorf, bæði í­ þjóðháttum og afstöðu til annarra rí­kja. Það er áberandi hve mjög þeir vilja halda sjálfstæði sí­nu frá Sovétrí­kjunum enda er það svo að þeir hafa algjöra sérstöðu í­ hópin hinna kommúní­sku rí­kja. Mér virtist sem á sumum sviðum væri meira frjálsræði en ég hafði átt von á, en allt verður þetta að skoðast í­ ljósi þess að Íslendingar og Rúmenar búa við gjörólí­ka stjórnskipan, við við lýðræði en þeir við einsflokksskipulag.“

Ójá.