Listinn

Ég lofaði í­ gær að birta lista yfir bestu leikmenn í­slenskrar knattspyrnusögu. Var að velta því­ fyrir mér að velja leikmenn af báðum kynjum, en gafst svo eiginlega upp á því­ – samanburðurinn yrði of flókinn. Ætli t.d. ísta B. Þorsteinsdóttir yrði ekki ofarlega á blaði.

Listinn nær því­ aðeins yfir knattspyrnukarla:

6. sæti. Friðþjófur Thorsteinsson – besti leikmaðurinn á fyrstu árum Íslandsmótsins í­ knattspyrnu. 12 mörk hans í­ þremur leikjum á Íslandsmótinu 1918 er einstakt afrek. Var sömuleiðis lykilmaður í­ frægum sigri Íslendinga á danska meistaraliðinu AB.

5. sæti. Eiður Smári Guðjohnsen – enskur meistari með Chelsea.

4. sæti. Rí­kharður Jónsson – einn fárra manna í­ heiminum sem hafa náð að vera spilandi landsliðsþjálfari. Naut geysilegrar virðingar sem leikmaður hér heima og mörkin fjögur gegn Sví­um benda til að hann hefði getað náð langt erlendis.

3. sæti. ísgeir Sigurvinsson – Þýskalandsmeistari með Stuttgart og hefur fengið fádæma góð eftirmæli frá gömlum félögum.

2. sæti. Albert Guðmundsson – ótrúlegur ferill í­ sterkustu deildum Evrópu, sem reyndar voru ekki enn búnar að jafna sig eftir heimsstyrjöldina. Sneri e.t.v. aðeins of snemma heim úr atvinnumennsku.

1. sæti. Samúel Thorsteinsson – einn besti knattspyrnumaður í­ Danmörku og leikmaður besta liðsins þar í­ landi á tí­mum þegar Danir voru ein af þremur bestu knattspyrnuþjóðum heims. Fyrsta í­slenska stórstjarnan meðan á ítalí­udvöl hans stóð.

Q.E.D.

# # # # # # # # # # # # #

Luton tekur á móti Sunderland í­ 2.umferð deildarbikarsins. Súr dráttur.

# # # # # # # # # # # # #

Svals og Vals-teiknimyndasafn heimilisins er nánast fullkomnað eftir góða heimsókn í­ safnarabúðina hjá Ráðhúsinu. Hafði sömuleiðis Lukku Láka-klassí­kina Rex og pex í­ Mexí­kó upp úr krafsinu. Hvað segir komminn íki?