Páfinn og Flóaáveitan

Egill Helgason ví­sar í­ framhjáhlaupi í­ söguna af páfanum og Flóaáveitunni:

Ein lí­fseigasta þjóðsaga á Íslandi er að sjálfur páfinn hafi spurt Guðbrand Jónsson prófessor um Flóaveituna – mestu skurði sem hafa verið grafnir á Íslandi. Önnur saga er að Flóaveitan sjáist frá tunglinu.

Ég vissi nú ekki betur en að sagan af Flóaveituáhuga páfa hafi verið frá Guðbrandi sjálfum komin úr endurminningum hans – en það kann vel að vera að um þjóðsögu sé að ræða.  Sjálfur hef ég aldrei haft þessa sögu til marks um hversu stórkostlegt mannvirki Flóaveitan hafi verið (þótt hún sé harlastór) heldur hitt hvað Íslendingar geta stundum farið framúr sjálfum sér með raupi og stærilátum – og þannig taldi ég raunar að Guðbrandur hefði lí­ka túlkað söguna.

Flóaáveitan var vissulega mikil framkvæmd á í­slenskan mælikvarða og landsmenn voru ekkert að liggja á þessu afreki við útlendinga. Um þær mundir höfðu ýmsir Evrópubúar áhyggjur af því­ að erfitt yrði að brauðfæða álfuna í­ framtí­ðinni. Þess vegna voru margir reiðubúnir að trúa tröllasögum af áveitumannvirkjum á Íslandi sem brauðfætt gætu milljónir og jafnvel forðað Evrópu frá hungursneyð. Auðvitað dauðskammaðist í­slenski kaþólikkinn Guðbrandur Jónsson sí­n þegar í­ ljós kom að þetta gaspur hafði náð eyrum páfans.

Að sumu leyti hefur Flóaáveituævintýrið endurtekið sig í­ tengslum við orkumálin. Fyrir u.þ.b. 15 árum sí­ðan, þegar fyrst var farið að ræða að marki um möguleikann á að leggja sæstreng fyrir rafmagnsflutninga til Evrópu fóru í­slenskir stjórnmála- og orkumenn mikinn. Um þær mundir höfðu ýmsir í­ Vestur-Evrópu áhyggjur af orkumálum sí­num, ekki vegna gróðurhúsaáhrifa heldur súrs regns og óleystra vandamála varðandi kjarnorkuna. Þess vegna voru margir til í­ að trúa sögum af orkuauðlindinni Íslandi sem framleitt gæti ógnarmikla raforku og e.t.v. bjargað Evrópu.

Veruleikinn var sá að með kapli af þessu tagi og stórvirkjunum á hálendinu hefðu Íslendingar e.t.v. getað séð skosku borginni Aberdeen fyrir rafmagni. Það voru nú öll ósköpin.

Enn í­ dag fæ ég gesti á safnið – einkum frá Hollandi og Þýskalandi, sem spyrja mig hvort sæstrengurinn sé ekki að fara að komast í­ gagnið. Þá lí­ður mér dálí­tið eins og Guðbrandi í­ Róm…

Mér sýnist að sagan ætli nú að endurtaka sig varðandi vetnið. Á sviði vetnisrannsókna gætu Íslendingar staðið fyrir forvitnilegri tilraun og jafnvel orðið að töluverði leyti sjálfum sér nógir um eldsneyti – en þegar kemur að því­ að gaspra við útlendinga getum við ekki stillt okkur um að láta í­ það skí­na að orkuþörf Evrópu verði leyst með vetnisútflutningi á tankskipum frá Íslandi. Hver veit nema Benedikt páfi sé uppfullur af hugmyndum um vetnissamfélagið Ísland þar sem enginn noti olí­u?