Bersöglisvísur Í Mjólkursamlagi Neskaupstaðar ganga

Bersöglisví­sur

Á Mjólkursamlagi Neskaupstaðar
ganga hlutirnir nokkuð hraðar.
Því­ þegar forstjórinn er á fundi,
þá fylla hinir kerin af brundi.

Hvernig getiði étið skyr? Hvernig getiði étið skyr?
Hvernig getiði étið sk-y-y-yr? Hvernig getiði étið skyr?

Bjarni Tryggvason

Á gær fór ég á Dónakvöld með trúbadornum Bjarna Tryggva á Ví­dalí­n ásamt Steinunni og tengdó. Tengdamamma er mikill aðdáandi Bjarna og ég lét til leiðast að mæta til þess að:

i) Berja jaxlinn augum í­ fyrsta sinn frá því­ á ní­unda áratugnum.
ii) Sjá nýju hárgreiðsluna hennar tengdó. – Hún er appelsí­nugul!

Eins og nafnið gefur til kynna, voru bara dónalög á lagaskránni hjá Bjarna. Þarna var einkum snúið út úr gamalkunnum dægurlögum og gamlir slagarar settir í­ nýtt samhengi – hvern hefði t.d. grunað að gamla sjómannaví­san „Hann elskaði þilför hann Þórður“ væri hreinræktaður dónaskapur?

Inn á milli voru svo nánast nostalgí­skar klámví­sur á borð við lagið um Frí­ðu sem átti engan vin. (Þeir sem kannast við lagið ættu að geta botnað þetta núna – meira skrifa ég hins vegar ekki á sí­ðu sem börn og unglingar geta lesið…)

Bjarni er góður tónlistarmaður og bráðfyndinn ef hann vill með það hafa. Ekki get ég samt í­myndað mér að hann hafi skemmt sér í­ gær – til þess var salurinn alltof leiðinlegur og fólk að kjafta saman á sumum borðum meðan á spilerí­inu stóð. Tengdó sat ekki einu sinni út konsertinn. Hún var allsgáð og akandi. Sömu sögu er ekki að segja af dóttur hennar.